Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Blaðsíða 8
Hann fær sér þriðja kaffibollann. Maginn gef- ur frá sér háværa skruðninga, ekki ósvipaða hljóðinu í kaffivél. Rúnnstykkið óhreyft á hvítum diskinum. Hann veltir því fyrir sér hve langan tíma taki það að verða hart. Hann sér ekki betur en ostsneiðin sé byrjuð að dökkna. 15:00 Hvers vegna er hann undrandi? Hann vissi bet- ur. Á hverju átti hann von? Hvað sem því líður er honum það áfall að sjá tóm og yfirgefin vinnu- húsin. Hér er hvergi lífsmark að sjá. Síðustu mánuðina var aðeins unnið á einni hæð í gamla verksmiðjuhúsinu og svo var mötuneytið ennþá á efstu hæðinni í dagblaðshúsinu. Allt annað stóð þá autt en hann veitti því enga athygli. Þarna sat hann alla daga og lagði trúnað á síend- urtekin loforð sem núna hljóma fáránlega. Dagblaðshúsið hefur raunar staðið autt í heilt ár, allt frá því blaðið var selt; hin fyrirtækin fóru á hausinn. í því húsi hóf hann starfsferilinn fyrir meira en 20 árum og einu sinni var hann með litla skrifstofu þama á efstu hæðinni. Á síðustu misserum fór vegur hans ört vaxandi, þegar aðrir stjórnendur samsteypunnar flýðu unnvörp- um var hann sífellt hækkaður í tign, uns hann var orðinn næstráðandi eigandanum, manni sem varla hafði heilsað honum áður, en var ekki lengur sá stórtæki athafnamaður sem hann hafði verið, því allt hafði skroppið saman. í tveimur húsum sunnar voru lítil tímaritaút- gáfa, útvarpsstöð og úthringingafyrirtæki. Allt farið og húsin auð. í gamla verksmiðjuhúsinu var hitt dagblaðið, netmiðillinn og auglýsingastofa. Þegar sam- steypan hóf starfsemi í þessu húsi var talað um að verksmiðjan væri atvinnugrein fortíðarinnar en að nú settist framtíðin að í húsinu. Verk- smiðjan er hins vegar í blóma núna, staðsett vestur á Granda, þar er unnið á næturvöktum og vélarnar malla allan sólarhringinn. Við hliðina á verksmiðjuhúsinu var prentsmiðjan. Henni var lokað fyrir tveimur mánuðum. Grafarþögn grúfir sig yfir hann hér. Sjaldan hefur hann skammast sín jafn mikið. Þó veit hann að þetta er ekki honum að kenna, en hann tók þátt í þessu, trúði loforðunum, vann eins og þjáni hjá sama fyrirtækinu í næstum aldarfjórð- ung og stendur núna úti á götu og gónir á auða glugga í mannlausum húsum. Umfram allt finnst honum þetta óraunveru- legt. Eins og í heimskulegri martröð að hann geti ekki gengið inn í gamla verksmiðjuhúsið núna, sest við skrifborðið sitt og haldið áfram að vinna. Er í rauninni ekki líklegra að hann sitji þar núna og sé að ímynda sér þessa vitleysu? Að sá sem stendur hér fyrir utan sé hugarfóstur, fórn- arlamb hans eigin ímyndunar? 16:00 Eftir langan, stefnulausan en fremur hressandi göngutúr fer hann inn í biðstöðvarhúsið. Á Ijós- brúnum lökkuðum trébekkjum situr fólk sem virð- ist vera að bíða eftir þvi að gæfan snúist því í hag. Þó er fólkið á svipinn eins og það sé búið að missa vonina en þrjóskist samt við að bíða. Óræður ald- ur, stórskorin andlit, skítugt hár og skítug föt. Yfir- bragðið ber merki ólifnaðar en þó virðist enginn drukkinn eða undirannarlegum áhrifum núna. Hann hugsar með sér að á þessum tíma dags sé venjulegt fólk í vinnunni en skrýtið fólk haldi til á kaffihúsum og biðstöðvarhúsum og ferðist með hálftómum strætisvögnunum. Núna er hann með skrýtna fólkinu. Hann lítur á úrið og undrast og skelfist hvað tíminn hefur liðið. Hann hefur alltaf komið miklu í verk á stuttum tíma og það er stórfurðulegt til þess að hugsa hve fljótt er hægt að venjast því að gera ekki neitt - tíminn líður samt. Árum saman hefur hann verið á ferðinni hérna í nágrenninu, að skreppa í banka eða búð eða ná í bílinn niður á plan hérna fyrir vestan þegar hann hefur ekki fengið stæði uppi á holt- inu. En allan þennan tíma hefur hann aldrei stig- ið fæti inn í biðstöðvarhúsið. Og núna þegar hann loksins kemur hingað inn er það í erindis- leysi, hann sem aldrei hefurfarið neitt án erind- is, aldrei gert neitt án tilgangs þó að núna virð- ist það allt saman hafa verið tilgangslaust, allt hans bjástur í gegnum tíðina. Hann ákveður að gera sér erindi með því að fara inn á salernið, kreista úr sér nokkra dropa og þvo sér um hendurnar. Honum bregður í brún við spegilmyndina. í svipnum greinir hann skömmina sem hann fann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.