Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Page 9
Fyrsti dagur fjórðu viku tmm bls. 7 fyrir á tómlegu vinnusvæðinu áðan og vonleys- ið sem hann greindi í svip fólksins á trébekkjun- um frammi. Andlitið virðist skítugt, jakkafötin krumpuð og alsett blettum og það er líka blett- ur í skyrtunni. Kannski stafar þetta af undarlegri birtunni hérna inni, endurkasti Ijóssins af gulum veggjunum. Ekki leit hann svona illa út í spegl- inum heima. Eitt augnablik hvarflar að honum að maður líti alltaf út eins og honum líður. 17:45 Þau hafa ekki rifist síðan hann missti vinnuna. Núna vekur tilhugsunin um stöðugt karpið hon- um söknuð, minningu um öryggi. Það gekk að- allega út á það að hann væri of utan við sig og hún þyrfti að þera áþyrgð á öllu. Þá brást hann oftast við með því að telja upp húsverkin sem hann innti af hendi. Hún sagði að hann gerði þau ekki vel og hún þyrfti að skipuleggja öll verk. Þá sagðist hann vinna meira en hún og hafa hærri tekjur. Hún sagði að hann væri sjald- an heima og heima væri hann alltaf með hug- ann annars staðar. Núna kemur ekki frá henni eitt styggðaryrði. Engar aðfinnslur, ekkert. Hún spyr ekki einu sinni hvernig gangi í atvinnuleitinni. Hún er þög- ul og vinsamleg. Hann óttast að hún springi einn daginn og það verði hávaðarifrildi. Núna er vaskurinn fullur af óhreinu leirtaui og uppþvottavélin full af hreinu. Hún bað hann um að taka eldhúsið í morgun. í anddyrinu er ennþá pokinn sem hann átti að fara með niður í þvotta- hús og tæma í vélina. Hann gleymdi þessu öllu og núna er hún byrjuð að hafa til matinn í skítugu eldhúsinu, nýkomin heim úr vinnunni, hann ekki búinn að gera handtak í allan dag. Aldrei nokkurn tíma hefur hann legið svona vel við höggi, aldrei hefur málstaður hans verið jafn vonlaus og þess vegna finnst honum rifrildi þegar vera brostið á þó að hún segi ekki neitt. I örvæntingu rýkur hann inn á baðherbergi og kallar á hana þaðan. Hún birtist öll ein spurn í gættinni. „Þú sem ert svo fullkomin, hvers vegna ertu með þessa fáránlegu mottu hérna á klósett- inu?" Hann er skjálfmæltur, sveiflar hendi ótt og títt yfir flísarnar og verður óðamála: „... hland- motta ... sóðaskapur... tvíverknaður... tilgangs- leysi ..." Hún svarar stillilega að þetta sé bara upp á punt og bendir á samlita mottu á miðju gólfinu fyrir neðan vaskinn. Hann starir lengi á þá mottu, hefur aldrei tekið eftir henni áður, þó er honum Ijóst að hún hefur legið þarna í mörg ár. Og klósettmottan er aldrei þessu vant slétt og bein á sínum stað. Hann horfir á mottumar til skiptis og sér núna í þeim ekkert annað en full- komið samræmi. Sigraður mætir hann augum hennar en les engan sigur úr þeim, hún er bara áhyggjufull. Hún segir blíðlega að maturinn verði bráðum til- búinn. 23:30 í rúminu æðir dagurinn um hugann í ósamstæð- um brotum: gulur strætisvagn, svartir plastpok- ar, hrukkufellingar, rúnnstykki á hvítum diski, tómir gluggar í gamla verksmiðjuhúsinu, blá jakkaföt, feitur maður að borða vínarbrauð, vont messuvfn, litlar súpuskálar, bláir samfestingar, dropafall úr eldhúskrananum, konan úr ráðu- neytinu kinkar kolli, ódýrir karlmannsskór, blind- ur maður talar við sjálfan sig. Dagurinn er safn af tilgangslausum og dapurlegum smáatriðum og honum finnst enginn heildarsvipur lengur á veröldinni. En þá prófar hann að hugsa aftur um mott- urnar á salerninu, græn motta við klósettrörið, græn motta undir vaskinum, og hann upplifir samræmið, fullkomið grænt samræmi og græni liturinn breiðist um hugskotið, verður að túni sem nær lengra en augað eygir. Hann finnur hönd hennar á sinni. Hann hikar, þrýstirsíðan höndina og hún þrýstirá móti. Þeg- ar hann festir svefninn finnst honum hún vera að tala til sín sefandi röddu, hughreystandi orð- um, en það er bara draumur, hún er sjálf stödd f sínum draumi og byltir sér órólega í myrkrinu. Ágúst Borgþór Sverrisson (f. 1962) hefur sent frá sér fjögur smásagnasöfn: Síðasti bíllinn (1988), ísíðasta sinn (1995), Hringstiginn (1999) og Sumarið 1970 (2001).

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.