Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 10
Bjarni Bjarnason r Islandsmýtan Realismi á íslandi er sterklega mótaður af sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar á nítjándu öld. Eins og meðal annarra nýlendna, til dæmis I afríku, þótti mjög mikilvægt á íslandi að finna hið sérís- lenska, til að byggja upp þjóðerniskendina, sem aftur var pólitískt verkfæri. Vandinn er að þessi leit að hinu séríslenska hætti ekki þó að þjóðin yrði sjálfstæð. Þegar maður er ósjálfstæður þarf maður að sanna tilverurétt sinn með því að skapa sér sjálf, þá fyrst getur maður orðið sjálf-stæður. Hugmyndin með sjálfstæði er að vera frjáls og hugmyndin með frelsi er að gera allt mögulegt sem eykur gæði lífsins enn frekar. Ef maður hins vegar notar frelsi sitt ekki til annars en að skapa sjálf, eins og nauðsynlegt var í byrjun, þá hefur maður fest í einhverri meinloku og aldrei orðið sjálfstæður. Þessa meinloku þurfum við að hrista af okkur, fara að njóta sjálfstæðisins og frelsisins og skrifa bækur sem sýna hver við erum. Bækur sem endaiaust leita að okkur benda til að við séum ekki og eru heldur leiðin- legar því það sem gerir bók góða er höfundur sem er. Bókmenntatexti er leið til að gefa fólki færi á að dvelja I því dýrmætasta sem við eig- um; karakter. Fyrst þurfum við að nota frelsið í að skrifa allt hugsanlegt sem fyrir er - svo get- um við skapað nýjar bókmenntir. Spurjum: Hvað gerist þegar fjársjóðskistan, sem inniheldur hið íslenska, er loksins fundin og hún opnuð? Hið íslenska flögrar burt og hverfur bak við næsta hæðardrag. Kistan er tóm. Hið íslenska er aðeins fjársjóður meðan það er eðlilegt. En enginn er eðlilegur þegar samtímis er verið að selja hann nakinn á uppboði og spurja hann nærgöngulla spurninga. Þegar hið íslenska er sloppið er fjársjóðsleit- armaðurinn, sem er í vinnu fyrir land og þjóð auk næstu nágrannaríkja, kominn í vandræði. Út úr þeim fer hann að segja frá hinum stórkost- lega furðufugli sem hvarf úr kistunni. Áður en hann veit af er hann farinn að leika þennan fugl. Fyrirvaralaust er hann kominn með rautt stél og gylltan kamb. Allt í einu vaknar hann upp og er orðinn furðufugl. Engin trúir honum þegar hann segist vera maður. Hann er fyndnastur þegar hann skrækir að lokum bálreiður: „Ég krefst þess að vera tekinn alvarlega!" Síðan verða allir leiðir á honum. Þá átta menn sig á að í raun eru þeir engu nær um hið ís- lenska, og fyrst þeir eru það ekki, er þá ekki hætt við að þeir hætti að vera (slenskir og hverfi þar með? Nú skapast enn meiri eftirspurn eftir því íslenska og næsta fjársjóðleitarhetja fer að spá í kortin. Nú skal ég sko endanlega grafa upp hið íslenska og færa spenntum dýragarðsgest- um erlendis og hverfandi kaupendum heima við. Aftur er hoppað á hringekjuna. Dæmið er þó ekki flóknara en svo að maður getur ekki skoðað frjálsan fugl í búri. Ef þú vilt skoða frjálsan fugl, stilltu þig þá um að fanga hann, því um leið og þú leggur hendur á hann er hann ekki fuglinn sem þú vilt skoða. Öll þessi árátta að þurfa að klófesta hið íslenska, og spyrja fremur: hvað er að vera íslenskur? en: hver er tilgangur lífsins? jafngildir því að leita sannleika alltaf í spegilmyndinni. Svona narkiss- ismi minnkar líkurnar á að bókmenntir sem fást við almennari tilvistarspurningar komist að, en eins og Soren Kierkegaard benti á er mikilvægt að hver kynslóð svari þeim spurningum fyrir sig. Auk þess er þessi árátta vita tilgangslaus því eins og W. H. Auden kvað: The centre that I cannot find Is known to my Unconscious Mind I have no reason to despair Because I am already there. Eins og ég sé þessa hryggðarsögu, þá byrjaði salan á exótíska íslandi þegar Fjallaeyvindur

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.