Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 15
Islandsmýtan tmm bls. 13 landsmanna og sjálfsvitund orðin nátengd þessu. Þess vegna er ekki mikið annað að gera í þessu en að reyna að sjá þetta sjálfur og hlæja svo að restinni. Það má vel hafa gaman af ís- landsmýtunni. Til dæmis kom ég til íslands um daginn og rölti á milli bara. Meðal annars hékk ég á Kaffibarnum, starði út í loftið og reykti síga- rettur. Undi mér vel með óminn af íslensku í eyrunum, enda hafði ég saknað landsins eftir langa útiveru. Hafði ég mestmegnis haldið til í úthverfi Björgvinjar og fengist við það krefjandi verkefni helst að passa barn. Þar sem ég stend þarna og slappa af veit ég ekki fyrri til en það kemur hópur útlendinga að barnum, tala öll ensku með hreim og eru klædd eins og þau hefðu aldrei séð eina einustu dýra- tegund nema í sjónvarpinu. Ég sé ekki betur en þetta sé vænsta fólk en það kemur mér nokkuð á óvart hvað það veitir mér mikla athygli þegar ég kveiki í nýrri rettu. Stúlkurnar, sem þrátt fyrir ungan aldur eiga vafalaust að baki langan feril sem þátttakendur í fegurðarsamkeppnum, ætla að gleypa mig með óttablöndnum augunum. Forsprakkinn, sem hefur silfrað mynstur á skyrtunni sinni og hárið í gelspíss upp úr hausnum, mannar sig upp, þegar þau hafa gónt á mig pískrandi nokkra stund, ræskir sig, og spyr. „Sorry pal, but are you a reglular?" Heiðarlegt svar við þessari einlægu spurn- ingu hefði verið þvert nei, það hefði ég aldrei verið, og þá hefðu þau samskipti tekið skjótan enda. En mér lék hugur á að vita hvað gerðist ef ég færði þeim það sem þau hafði svo lengi dreymt um þar sem þau byltu sér í rúmunum í stúdíóíbúðunum sínum, andvarpaði og sagði: „Well, I used to be." Þau blíndu á mig í hljóðri aðdáun og ég vissi ekki hvort ég hefði hér með uppgötvað leynda dávaldshæfileika eða væri kominn í hóp andset- ins fólks að hætti Stephens Kings. Þessi mann- söfnuður dýrkaði mig þegar of mikið til að nokk- urt þeirra þyrði að ávarpa mig frekar og varð ég því að taka að mér að stýra samtalinu. Kom á daginn að hér var á ferð starfslið tískurits frá Amsterdam og var í vikuferð um barina í Reykja- vík. Helsta áhugamál þessa fólks var hvað væri hip og cool (veröldinni og nú hafði ég, sem fyrr hafði átt á dauða mínum von, lent í því að vera það sem þau leituðu að í lífinu. Ég var ekki bara regular hérna á Kaffibarnum, heldur fyrrverandi regular sem hafði einfaldlega of mikið að gera við að setja svip á stórborgir heimsins til að mega vera að því að móta heimstískuna með því að hanga hérna á Kaffibarnum. Ég verð að viðurkenna að það var notaleg kennd fyrir annálaðan lúða eins og mig að vera skyndilega orðinn frummynd coolsins. Ég naut þess drjúga stund að finna hve ótrúlega spenn- andi, já, og exótískt, allt það ævintýralega rugl var sem streymdi út úr mér. Og það var freist- andi að grípa um mittið á annarri fegurðardísinni og halda burt með hana eins og hvert annað tískublað sem maður verður að lesa ofan í kjöl- inn ef maður vill ekki verða útundan. En það á ekki við mig að fara fyrir sauðaflokki að hætti frelsara og gat ég því ekki stillt mig um að spyrja að lokum: „Do you guys know Fjallaeyvindur?" Þessi saklausu angaskinn reyndu allt til að falla ekki í áliti hjá mér og stungu upp á rokk- hljómsveit, fatamerki og nýrri kvikmynd þar sem Hilmir Snær léki aðalhlutverkið. Ég hristi höfuðið vonsvikinn. Að lokum spurði forsprakk- inn með kökk í hálsinum: „Well, who is Fjallaeyvindur then?" Ég klæddi mig í leðurjakkann, sem er af Dine- sen-gerðinni, ég tek það fram svo þið vitið hvert komandi Dinesen-bylgja2 á rætur sínar að rekja, og sagði: „Well, when you find out who Fjallaeyvindur was, just remember it was his part I was play- ing while talking to you." Með það var ég farinn á Næsta bar. Vitanlega hefði ég ekki getað endað þetta samtal með svalari hætti og hef þar með ekki svikið málstaðinn, ekki lekið neinu út. En svona okkará milli sagt, eigum við ekki að láta íslands- mýtuna renna aðeins af okkur? Hún er nefni- lega ekki, eins og Flugleiðir básúna á volume 20, yfir útlendinga á leið til landsins, er þeir tala um hið heilaga vatn: „The lcelandic water is clear, pure and good for you!" Hún er andlegt fyllerí og við liggjum ærlega í því. Skýringar 1 Nýlegt dæmi um exótíska landkynningu eru aug- lýsingar Flugleiða erlendis þar sem gert er út á mýtu um íslensku konuna og hún seld sem falleg og léttúðarfull gála. f raun seljum við alla okkar menningu með skyldum hætti, við erum bara svo vön þvf að við tökum ekki eftir því. Sagan síar þó allt sem byggist á slíku burt með tímanum og hendir því á sinn gríðarstóra ruslahaug. 2 Nei, Dinesen styrkir ekki ritun þessarar greinar. Bjarni Bjarnason (f. 1964) hefur sent frá sér fjölda skáldverka en fyrsta bók hans, Ijóðabókin Upphafið, kom út 1989. Skáldsaga Bjarna Erdurkoma Maríu (1995) var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna, hann hlaut bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar 1998 fyrir skáldsöguna Borgin bak við orðin og bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Mannætukonan og maður hennar&nð 2001.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.