Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 17
Fokk þú og þitt krú tmm bls. 15 „ Rappararnir sættast við rætur sínar og endurskapa þær". Erpur Eyvindarson rappari úr Rottweilerhundunum í íslenskri sveit. myndin sé síbreytileg. En hún er einnig brota- kennd enda lifum við á tímum hnattvæðingar þar sem ólíkir menningarstraumar renna saman í einn suðupott. Svo enn sé vikið að Stuart Hall hefur hann einnig bent á að sjálfsmyndin tengist ekki síður sköpun hefðar en hefðinni sjálfri. Með öðrum orðum snýst sjálfsmyndin um að sætta sig við og endurskapa rætur sínar fremur en að snúa aftur til þeirra. Og þá erum við komin að þjóð- legu rappi. Rapp í löndum á borð við Frakkland og Dan- mörku hefur samlagast þjóðmenningunni á annan hátt en hér á landi þar sem segja má að myndast hafi séríslensk rapphefð sem hefur verið tengd gömlu rímnahefðinni. Með öðrum orðum: rappararnir sættast við rætur sínar og endurskapa þær. Þýtt og staðfært: Rímur og rapp Nú eru rímur og rapp engan veginn nátengd - a.m.k. ekki við fyrstu sýn. Rappformið er mun frjálslegra en rímnahættir. Enda þótti mikil íþrótt f rímnageiranum að kveða dýrt en að sama skapi þótti efninu stundum fórnað fyrir rímið. Svo fór að rímur fóru að þykja hallærislegur kveðskapur og nægir þar að nefna ritdóm Jónasar Hallgrímssonar um rímur Sigurðar Breiðfjörð þar sem hann gagnrýndi rímurnar fyr- ir skort á frumleik og andagift. Rappið er ekki jafnbundið í form en það er bundið við ákveðna hrynjandi og textarnir bera þess merki þannig að setningaskipan og orðaröð kann stundum að virðast framandi, í það minnsta þegar textarnir eru lesnir af blaði. Endarím er lykilatriði í rappi og oft kemur fyrir stuðlun, hún er þó ekki reglu- bundin. ég er fyrir löngu orðinn fullorðinn maður / tuttugu og fimm og ennþá ofverndaður / ég yrði glaður ef ég fengi að lifa í friði / en því miður er ég enn í móðurkviði. (Móri: Hljóðtæknir) Yrkisefnin minna að vissu leyti á rímurnar; Iftið er kveðið um háleitar tilfinningar, fagra náttúru og heimspekileg viðfangsefni - í það minnsta ekki á yfirborðinu. Fremur státa menn sig af sigrum í kvennamálum - og öfugt í tilfelli kven- rappara. fékk menn til að fara úr svörtum fötum og í hlýra / ég blæði næsta tekfla / ef þér tekst að nefna eina flotta kellingu sem ég er ekki bú- inn að ríða / mínir höstlleiðangrar eru fræknir, framsæknir / kallaðu það lauslæti / ég kalla það skyldurækni. (XXX Rottweiler hundar: Þú skuldar) Þá leggja menn mikið á sig til að koma höggi á náungann með því að kveða um hann níð og oft koma menn og málefni samtímans við sögu. Að battla þig, ég gæti rústað þér með annarri / með rímur Ijótari en klippingar á Adda Fann- ari / dissa mig, ég rústa þér með móðgunum í runum / og læt feril þinn vera dauðari en nú- verandi ferilinn hjá Rokklingunum. (XXX Rottweiler hundar: Þér er ekki boðið) þú ert skilgreining hugtaksins að vera mis- heppnaður / fórst með rímu á frístælkeppni Tónabæjar og varst samt átbattlaður. (XXX Rottweiler hundar: Stigið upp) Og þetta getur líka átt vel við um gömlu rímurn- ar en meðal algengra yrkisefna þar voru man- söngvar og níð um náungann. Orðbragðið er auðvitað orðið óheflaðra enda dægurtónlistar- mönnum nútímans iðulega umhugað um að ganga fram af fólki. En fyrir utan þessi sígildu umfjöllunarefni dægurmenningarinnar eru frekari tengsl milli rímna og rapps. Þar vegur kannski þyngst að ís- lenskir rapparar hafa mjög leitað í brunn rímna- hefðarinnar, t.d. með því að tala sjálfir um rímur og að þeir kveði rímur þegar þeir rappa. Sá rapp- ari sem hefur kannski gengið lengst í beinum samruna rfmna og rapps kallar sig Sesar A en hann gaf út fyrstu rappplötuna sem var ein- göngu á íslensku. Hann hefur kveðið rímur með Skapta Ólafssyni þar sem Skapti syngur viðlag í þjóðlegum stíl en Sesar A rappar. Lagið kallast Púsl sem er viðeigandi heiti þar sem ekki að- eins fjallar söngurinn um ástarsamband sem þarf að púsla saman heldur er þarna einnig púsl- að saman ólíkum hefðum (rímum og rappi) auk þess sem púslað er saman dægurtónlistar- mönnum frá ólíkum tímum en Skapti söng dæg- urlög fyrr á árum, t.d. Allt á floti alls staðar, en kveður nú rímur. Þannig er rappið, sem þykir sérlega smart núna, einkum á meðal yngri aldurshópanna, orðið beintengt við þá hefð sem löngum hefur þótt alveg sérlega hallærisleg að mati ung- menna og hefur helst verið tengd nokkrum gömlum körlum með sítt skegg sem hittast einu sinni í viku og kveða rímur. Ýmsar sam- kundur hafa verið haldnar til þess að styrkja þessi tengsl, til að mynda á menningarnótt 2002, en þar mátti sjá rímnaþuli á öllum aldri sýna listir sínar, ungum og öldnum til óblandinn- ar ánægju. (slensk nýsköpun Rappið hefur auðvitað önnur sérkenni sem tengjast öðrum straumum en rímunum. Til að mynda hefur rappið haft á sér mikinn ádeilublæ en textarnir einkennast af vísunum í íslenskt samfélag og oft harðri gagnrýni. í rappinu má finna þann harða tón sem oft skortir í nútíma- stjórnmálum þar sem helst má aldrei orða neitt hreint út - enda væru menn þá sakaðir um óábyrgan málflutning. En í rappi hafa menn ekki áhyggjur af slíku:

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.