Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 18
Þú veist mitt blóð rennur fyrir mína nánu og mína dánu / eru mín slóð / sannleikur mín Ijóð / ást á öllu lifandi mín glóð / en ég hef fokk- in'viðbjóð/á neoliberal vaðal um kapítal sem aðal / yo Sesar réttu mér kaðal / upp í næsta staur með hagfræðing og staðal / eitt skipti fyrir öll ... nóg talað. (Sækópah: Verbalt) Það er algengur misskilningur að íslenskir rapp- arar steli yrkisefnum sínum frá erlendum „gangsta' röppurum" og kveði um erlendan veruleika. Þvert á móti er lögð mikil áhersla á að staðsetja rappið hérlendis, rappað er um þekkta íslendinga, íslenskur nútímaveruleiki er tekinn til skoðunar og í anda félagslegs raunsæis er rætt um vandamálin. Og stundum verður hinn íslenski blær hálf spaugilegur, til að mynda þeg- ar íslenskir rapparar fara að ættfæra sig í þjóð- legum anda: Allt sem ég fæ ekki standpínu af er einskis virði / og sumt er þess virði að ég myrði / en slappaðu af, ég er bara venjulegur pervert ættaður úr Önundarfirði... (XXX Rottweiler hundar: Þú getur ekkert) í þessu dæmi er sköpuð sjálfsmynd með því að setja saman veruleika glæparapparans (gang- sta' rapparans) og íslenskan veruleika. Þannig verður sjálfsmyndin sjálfsháð því að þótt röddin í laginu sé reiðubúin að myrða fellur það ekki að íslenskum veruleika, ættuðum úr Önundarfirði. Sjálfsmyndin sem birtist í rappinu er hugsjón eða ímynd (ídeal) eins og sjálfsmynd er al- mennt. Ljóðmælendur eru drykkfelldir og hæfi- leikaríkir kvennamenn sem eru engum háðir, þeir eru bestir í rúminu, rappinu og ruglinu. Þeir minna á þá sjálfsmynd sem Zygmunt Bauman hefur skilgreint sem leikmenn (players), þeir líta á lífið sem leik í mörgum lotum, lífið er brotið upp með lotum og mestu skiptir að vinna lotuna og skemmta sér. Að henni lokinni er alltaf hægt að standa upp og fara, ekkert bindur mann. Þessi skilgreining á manngerð (sem er ekki óskyld manngerðum sem nefndar hafa verið „dandy" eða „playboy") hefur reyndar skilað sér inn í rappið og íslenskir rapparar kalla bæði sig og aðra „players" eða leikmenn: I svefnherberginu er ekki sjón að sjá / þenn- an lágvaxna mann sem þær kalla stóra strák. / Og sama hvað hann er mikill leikmaður / þá fer honum engin hóra frá. (Afkvæmi guðanna: Upp með hendurnaf) Ég er einsog skytta með gömul skot / því það er eitthvað að því sem ég bösta / án efa eini playerinn á Islandi / sem hefur aldrei fengið að höstla. (Bæjarins bestu: Rappari) Reisi skíðalyftu milli Reykjavíkur og Eyja / drep homma og gref hann í kartöflugarðinum heima / tala aftur á bak á þingi / veit ekkert hvað ég er að segja / en er alltaf kosinn aftur því ég er Heimaeyja-playa. (XXX Rottweiler hundar: Brekkusöngur?) \ rappi sameinast erlendir menningarstraumar, íslenskur samtími og íslensk skáldskaparhefð. Segja má að í þessum suðupotti myndist sprengikraftur þannig að hér er ekki aðeins á ferð endurvinnsla á erlendu efni heldur íslensk nýsköpun sem um leið gegnir því hlutverki að skapa sjálfsmynd íslenskra ungmenna sem þurfa að finna einhverja leið ( orðræðunni til að samþætta veruleika sinn, veruleikann í Popptíví og veruleikann sem þau eru sögð sprottin úr með tilheyrandi fornsögum og kveðskap. En nýsköpunin á sér ekki aðeins stað í inntak- inu. Hún er einnig mikil í tungutaki rappsins. Fyrir nokkrum árum hefði þótt óhugsandi að rappa á íslensku því það hefði þótt hallærislegt. Nú er öldin önnur og segja má að ný kynslóð rappara hafi gert allt í senn; fært rappið til þjóð- arinnar og fært íslenska tungu inn í rappið. Sum- um kann að þykja íslenskan sem notuð er í rappinu óvönduð og enskuskotin en hafa ber í huga að almennt séð eru textar flestra rappsveita nú á ágætri Islensku þrátt fyrir marg- ar slettur en þær eru oft og tíðum lagaðar að ís- lenskri orðmyndun. Þannig er enska sögnin fuck mjög algeng í rapptextum en hefur þá alltaf á sér íslenskan blæ, hún borin fram með að- blæstri á undan k-inu sem er séríslenskt ein- kenni. Oft er orðaröð einkennileg enda er tungumál- ið beygt undir kvaðir ríms og hrynjandi og þró- unin er hröð. Svo ég haldi áfram með sögnina að fokka kom það mörgum eldri málnotendum á óvart þegar þeir heyrðu hana notaða með nefnifalli. Ekki var lengur sagt fokkaðu þéreins og í mínu ungdæmi heldur fokk þú sem líkist auðvitað meira hinu enska fuck you þó að að- blásturinn sé alltaf á sínum stað. í rappinu þró- ast tungumálið því hratt og gerjunin er mikil. Spurningin er hvort þessi þróun eigi eftir að vera einöngruð við rapp og unglingamenningu og verða jafn hallærisleg eftir tuttugu ár og nú- tímafólki finnst slangrið frá 1982 vera, t.d. í þeirri ágætu Slangurorðabók sem kom út þá og innihélttil að mynda orðið „krumpaður" í merk- ingunni „frábær" og hljómar dæmið sem er gef- ið upp svona: „Hljómsveitin gerði reglulega krumpaða lukku." Nú er orðið íslenskast af öllu íslensku að rappa og um leið fjölþjóðlegra en allt fjölþjóð- legt. í sprengikrafti rappsins fer þjóðlegt og al- þjóðlegt saman og við samruna ólíkra menning- arstrauma verður til það afl sem gefur þjóðum nýtt líf og nýja næringu.

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.