Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 20
ValdimarTr. Hafstein Endurvakning hefðarinnar Þegar ég sat tíma í rökfræði í háskólanum fyrir um áratug lærði ég að nefna nokkrar algengar rökvillur. Þeirra á meðal taldist „tilvísun íhefð", en í þeirri meinlegu villu vaða þeir sem telja sjálfkrafa rétt eða gott það sem rík hefð er fyrir. Ef ég man rétt mun þetta vera á meðal algeng- ustu rökvillna. Hér á eftir er meiningin að fara fá- einum orðum um tilvísanir í hefð í íslensku sam- félagi síðustu misserin, þótt nálgunin verði reyndar ekki rökfræðileg. Upphafsár nýrrar aldar hafa nefnilega einkennst af endur- og uppvakn- ingu hefðarinnar á ýmsum sviðum, allt frá tón- listtil stjórnmála, þarsem ólíkir hópar gera tilkall til fyrri tíðar og setja hana fram hver með sínum hætti og með margs konar ólíkri skírskotun til samtímans. Opnun Þjóðmenningarhússins, stofnun þjóðbúningaráðs, samstarf Sigur Rósar og Steindórs Andersens og samþætting rapps og rímna eru nokkur dæmi um þær ólíku tilvís- anir I hefð sem fram hafa komið á síðustu árum. Nú er að vísu ekkert nýtt að vísað sé til hefðar með þessum hætti. Endurreisnartíminn í Evr- ópu (u.þ.b. 1450-1650) einkenndist einmitt af slíkum vísunum. Um gervalla álfuna endurupp- götvaði yfirstéttin hina klassísku hefð frá Grikk- landi og Róm. Heimspeki og önnur fræði ein- kenndust af tilvísunum í klassíska höfunda; með bogum, súlum og skrauti vísaði arkitektúr- inn afturtil Rómaveldis; leikbókmenntirnar tóku mið af grísku harmleikjahefðinni og skáldskap- arfræði Aristótelesar; og tónskáldin byggðu á stærðfræði Pýþagórasar og tóku sér til fyrir- myndar uppbyggingu harmleikjanna í tónlist sinni - þannig varð óperan til. Fyrstu söfnin urðu einnig til á þessum tíma undir verndarvæng prinsa og greifa, en þar var reynt að fanga hefð- ina í eitt herbergi, flokka hana og nefna og ná henni þannig á sitt vald. í norðanverðri álfunni, þar sem Róm og Grikk- land voru ekki jafn nærtæk, tóku menn að vísa til heimaræktaðrar hefðar í listum, bókmenntum og allra handa hagleik. Þannig vaknaði fyrst áhugi á íslendingasögunum annars staðar á Norðurlöndum á tímum endurreisnarinnar, því þær mátti jú skoða sem hefð sem hægt var að vísa til og tengja sig þannig við þær. Miklu var tjaldað til við söfnun þeirra og útgáfu, en dönsku og sænsku konungsveldin öttu kappi um hvort þeirra ætti ríkara tilkall til hinnar nor- rænu fortíðar (reyndar vék penninn reglulega fyrir sverðinu í þessum nágrannaerjum). Kon- ungar þessara ríkja höfðu hvorir um sig á sínum snærum fjölmarga fornfræðinga til að rannsaka norrænu hefðina og skilgreina hana með hags- muni ríkisins að leiðarljósi. Ynglingasaga Snorra Sturlusonar varð þannig einn af hornsteinum sænska ríkisins, enda eru þar taldir Svíakonung- ar allt frá því í árdaga, er Óðinn, Njörður og síð- an Freyr réðu ríkjum. Á sextándu og sautjándu öld leituðu Danir og íslendingar svo dyrum og dyngjum að svokallaðri Skjöldungasögu, þar sem talið var að ættir Danakonunga væru raktar með samsvarandi hætti, en sú leit bar reyndar ekki árangur. Hefðin að vera íslendingur Eins kannast margir við endurvinnslu fortíðar- innar í meðförum rómantískra skálda og fræði- manna á nítjándu öld. Tilvísun Fjölnismanna til þess tíma er hetjur riðu um héruð kemur strax í hugann í þessu samhengi, en það væri langt mál að telja öll skáldin á nítjándu öld (og fram á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.