Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 21
Endurvakning hefðarinnar tmm bls. 19 þá tuttugustu) sem vísuðu aftur í gullöldina og lögðu þannig sitt af mörkum til að skapa hefð í kringum það að vera íslendingur. Við þá upptaln- ingu mætti svo bæta söfnun og útgáfu þjóð- sagna, hreintungustefnunni og stórum hluta af söguritun þessa tímabils. Sjálfstæðisbaráttan byggðist að töluverðu leyti á tilvísun í þessa hefð. Rétt eins og aðrar hefðir var íslenska hefðin mótuð um leið og vísað var í hana. Sjálft hefðar- hugtakið snýst um samband nútíðar og fortíðar, en eins og rökvillan gefur til kynna er samband- ið ekki einhlítt og það má túlka á marga vegu. Hefðir eru þannig alltaf umdeilanlegar, enda eru þær skilgreindar frá ákveðnum sjónarhóli; þær eru valkvæðar og með því að bregða birtu á ákveðna þætti úr fortíðinni og tengja þá saman með tilteknum hætti varpa hefðir jafnframt skugga á aðra þætti og aðrar tengingar. Ólíkar tilvísanir til hefðar draga upp ólíka mynd sem veltur á þeim hugmyndum sem menn gera sér um samtímann. Hefðir, með öðrum orðum, eru ekki til, þær eru búnar til. Sjálfstæðishreyfingin var að sjálfsögðu rót- tæk á sínum tíma, enda fól þjóðernisrómantíkin í sér umfangsmikla endurskilgreiningu á fortíð- inni og sambandi hennar við samtímann. Sú þjóðernishefð sem vísað var til og mótaðist í þeirri orðræðu tók þó á sig tiltölulega fastmót- aða mynd sem við þekkjum ekki síst úr ættjarð- arljóðum, en er líka gjarnan vísað til á tyllidög- um. Þeir sem farið hafa með menningarlegt for- ræði hér á landi hafa mjög haldið á lofti þeirri fortíðarsýn sem felst ( þessari orðræðu. Um margt bera tilvísanir í þessa hefð vitni um til- Óanniw og HaiígertitiV stað, enda var henni sjálfsagt fremur ætlaður staður í framtíðinni - markmið þjóðlagasöngv- ara sjöunda áratugarins var pólitískt en ekki sagnfræðilegt; þeir vildu breyta heiminum, ekki lýsa honum. Að þessu leyti svipaði tónlist þeirra reyndartil annarra tilvísana í hefð. Með því að koma ákveðnu skikki á fortíðina er reynt að móta framtíðina. Málshátturinn á jafn vel við þegar honum er snúið á haus: að framtíð skal hyggja er fortíð skal byggja. Ekki er nóg með að sigur- vegararnir skrifi söguna, heldur hafa þeir sem skrifa söguna líka forskot í umræðum samtím- ans. Þess vegna er lagt jafn mikið upp úr því og raun ber vitni annars vegar að staðfesta og ítreka menningarlegt forræði og hins vegar að bjóða því byrginn. Hvort tveggja er gert með því að vísa í hefð, þó að tilvísanirnar séu vissulega ólíkar sem og þær myndir sem þar eru dregnar upp af fyrri tíð. raunir til að „loka" henni, þ.e.a.s. að skilgreina hana í eitt skipti fyrir öll og gera önnur sjónarmið utangátta. Engu að síður hafa annars konar tilvísanir lengi véfengt þessa skilgreiningu sem og for- ræði íhaldsmanna á þjóðmenningunni. Raunar voru þjóðernishyggja og ættjarðarsöngvar lengst af sérgrein róttækra vinstrimanna og herstöðvaand- stæðinga á íslandi. Á sjöunda áratug síðustu aldar fékk rauð þjóðernishyggja síðan byr undir báða vængi þegar þjóðlagahol- skefla reið yfir Vesturlönd með nýrri kynslóð tónlistarmanna sem kenndu sig við alþýðuhefð (þ.á m. Bob Dylan, Joan Baez og Donovan). Sú alþýðuhefð var auðvitað mótuð í þeirra meðförum og gömlum gítargrip- um var snúið til andspyrnu við Víetnamstríðið og heimsforræði kapítalismans. Með vísan í al- þýðuhefð skírskotuðu þessir mótmælasöngvar til betri tíma, þegar kærleikurinn réð meiru en Mammon, samkennd með náunganum var rík- ari og friður ríkti manna í millum. Víst er að erfitt yrði að finna þessari fortíðarmynd sögulegan Mótun söguvitundar Þjóðmenningarhúsið er ágætt dæmi um tilraun þeirra sem forræði hafa í menningarmálum til að móta söguvitund landsmanna (og erlendra gesta). Þar er dregin upp tiltölulega einsleit og mótsagnalaus mynd af „menningararfi", fortíð sem binda á Islendinga samtímans tryggða- böndum hvern við annan, „þjóðmenningu" sem er sett fram sem eins konar samnefnari þjóðar- innar. í salarkynnum Þjóðmenningarhússins eru sett í samhengi við samtímann: landnám, Vín- landsferðir og kristnisaga; sagnaritun og hin helgu handrit sem höfð eru til sýnis í myrkvuðum katakomb- um; og sjálfstæðisbaráttan frá þjóðfundinum til lýðveldisins, með viðkomu hjá Jóni Sigurðs- syni, Hannesi Hafstein, íslensku krónunni og stjórnarskránni. Gegnt Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu stendur Alþjóða- húsið og er áþreifanleg áminning um að ýmislegt er skilið útundan í þjóðmenn- ingarhugtakinu sem innréttað var (gamla safna- húsið. Þjóðmenningarhúsið hefði nefnilega rétt eins getað sett fram sögu fjölbreytni. Draga hefði mátt upp mynd af landi þar sem frá örófi alda kom saman fólk af ólíkum uppruna með ólík trúarbrögð og margvísleg móðurmál. Þess í stað völdu menn að leggja ríka áherslu á eins- leitni: Á eina sögu, samhengi og samheldni. Rétt eins og aðrar hefð- ir var íslenska hefðin mótuð um leið og vísað var í hana.

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.