Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 23
Endurvakning hefðarinnar tmm bls. 21 megum ekki láta það líðast að þannig sé farið með hann. Þetta er menningararfur og við verð- um að fara vel með hann." 1998-99, 123. löggjafarþing 1008). Auk þess að varðveita þekkinguna og leiðbeina um notkun búningsins virðist þannig þurfa að vernda þjóð- búninginn fyrir fólkinu í landinu - en þetta er ágætt dæmi um viðleitni til að „loka" hefð. (Alþingistíðindi B: Gegnt Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu stendur Alþjóðahúsið og er áþreifanleg áminning um að ýmislegt er skilið útundan í þjóðmenning- arhugtakinu sem inn- réttað var í gamla safnahúsið. Endurvinnsla þjóðlaga Eitt af einkennum nútímans er mikil og vaxandi meðvitund fólks um sjálft sig og viðleitni til að móta ímynd sína og sjálfsmynd; á þetta jafnt við um hópa sem einstaklinga. Endurvakning hefðarinnar tilheyrir þessari viðleitni. Um hana stendur oft mikill styr, því í tilvísun til hefðar felst krafa á fortiðina; þá kröfu gera jafnt þjóð- lagahippar sem íhaldssamir þjóðmenningar- frömuðir. Undanfarin ár hefur svo borið á margs konar endurvinnslu á þjóðlagahefðinni sem hvorki verður með góðu móti kennd við íhaldssemi né hippahreyfinguna. í maímánuði vart.a.m. kynnt framlag íslands til norrænu tónlistarverðlaun- anna, en þema verðlaunasamkeppninnar í ár var þjóðleg eða hefðbundin tónlist (upp á skandi- navísku heitir það „folkemusik"). Annars vegar voru Sigur Rós, Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson tilnefnd fyrir Hrafnagaldur Óð- ins, hins vegar Sigurður Flosason og Pétur Grét- arsson fyrir djassspunaverkefnið Haddir þjóðar. í Hrafnagaldri er sem kunnugt er unnið úr ís- lensku rímnahefðinni á nýstárlegan hátt. Eins og segir í tilnefningunni, þá er þetta ekki rokk, ekki popp og hvorki djass né klassík; þetta er eitthvað annað, nýtt og spenn- andi - en um leið ævafornt. Hér er semsé tvinnað saman fortíð og nútíð, vísað til hefðar með skapandi hætti, með tenging- um, bræðslu og tilraunum. Sama máli gegnir um Raddir þjóðar, en þar slær Pétur ýmis hljóðfæri og Sigurður blæs í önnur, allt í bland við samklippt safn gamalla radda úr þjóð- fræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar sem kveða, syngja og segja sögur. Um þetta segir í tilnefningunni að þeir félagar reyni ekki aðeins að finna og endurlífga tónlistarhefð sem er um það bil að hverfa; þeir vilji einnig þróa og skoða ís- lenska tónlistarhefð sjálfstætt og með nýjum augum. Það vekur athygli að hér er talað um íslenska tónlistarhefð eins og ekkert sé sjálfsagðara. Til skamms tíma var sú skoðun hins vegar ríkjandi að engin tónlistarhefð væri fyrir hendi á Islandi, enda hefðu íbúar landsins í aldanna rás verið einkar ómúsíkalskir. Nú er aft- ur á móti gjarnan vísað í þessa hefð og segja má að þetta sé gott dæmi um hvern- ig tilvísunin skapar hefðina og skapar hana auðvitað i sinni mynd. Fyrrgreind lýsing á samtvinn- un fortíðar og nútíðar og á þró- un íslenskrar tónlistarhefðar í nýju samhengi gæti ekki aðeins átt við SigurRós, Hilmar Örn, Steindór Andersen, Sigurð Flosason og Pétur Grétarsson. Á menningarnótt Reykjavíkurborgar 2002 var gestum miðborgar- innar m.a. boðið upp á „Rímur & rapp", þar sem rímnamenn og rapparar leiddu saman Um margt bera tilvís- anir í þessa hefð vitni um tilraunir til að „loka" henni, þ.e.a.s. að skilgreina hana í eitt skipti fyrir öll og gera önnur sjónarmið utangátta. hesta sína (upptaka af þessum viðburði var gef- in út á samnefndum geisladiski). Raunar hafa ýmsir íslenskir rapparar mjög haldið á lofti sam- anburðinum á rímum og rappi, vísa til rímna- hefðar í rappinu og kalla jafnvel listformið sjálft „að ríma" (þannig hefur Sesar A. „skrifað rímur í meira en 11 ár"). Þótt einhverjir hafi látið í Ijósi efasemdir um skyldleika rapps og rímna (og bent á að þulur séu nærtækari tilvísun), þá er að- alatriðið í þessu samhengi að íslenskir rapparar kjósi yfirhöfuð að tengja sig við íslenska tónlist- arhefð með þessum hætti. Um leið gera þeir auðvitað kröfu á fortíðina. Með því að setja hana ( samhengi við rappið er fslenskri menningar- hefð stillt upp ( nýju og allt öðru Ijósi heldur en við þekkjum hana t.a.m. úr Þjóðmenningarhús- inu eða af (stefnuföstum) þjóðbúningum. Sund- urlyndið verður sýnilegra en ella, átökin leita upp á yfirborðið og jafnvel fer að glitta í sögu- legt óréttlæti. Allt í einu fær íslensk menn- ingarhefð á sig róttækan blæ, eins og hún sé með svolítið attitúd. Önnur dæmi úr tónlist sam- tímans eru mýmörg: Tilrauna- sveitin Reptilicus gaf árið 1995 út gamla Ókindarkvæðið („Það var barn í dalnum sem datt onum gat ...") á geisladisknum O; nýlega tók pönksveitin Dys svo Ókindarkvæði upp á sína arma ásamt Ómennskukvæði (að sögn hljómsveitarmeðlima kom þeim á óvart hvað hrynjandin í kvæðunum er „mikið pönk"); söngkonan Eivor Pálsdóttir endurvinnur færeyska vísnahefð með sinni undurfögru rödd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.