Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 26
Úlfhildur Dagsdóttir Ef þú getur lesið þetta ertu á lífi Draumaheimar, ofnæmi og ofskynjanir: eða bara á ferð með Jeff Noon „Augað var skær-rafmagnsblátt, og gullin iða af ryki spírallast útfrá miðju þess. Mér fannst ég vera dáleidd af áhrifunum. Fyrir neðan þessa mynd var lína af texta sem hreyfði sig yfir skiltið. Mér sýndist ég sjá setn- inguna, 'Ef þú getur lesið þetta ...' í svip, en stafirnir leystust upp og blönduðust hver öðrum. „Hvað stendur á skiltinu?‘‘ spurði ég. „Geturðu ekki lesið það?" sagði Henderson. „ Nei." „Hvað stendur á því?" Það var stúlkan, Tupelo, sem svaraði mér að lokum. „Efþú geturlesið þetta, “ sagði hún, „þá þýð- ir það að þú ert á lífi. “ (26-27) Þessi orðaskipti fara fram framarlega í nýjustu skáldsögu Jeff Noon, Falling out of Cars (Að detta út úr bílum) (2002). Fram að þessu höfðu lesendur kynnst höfuðpersónunum fjórum, Peacock, Henderson, Tupelo og Marlene Moore, sem segir söguna. Þau eru að ferðast um England, markmið ferðarinnar er enn óljóst, en þó er Ijóst að þau sinna einhverju starfi sem felst í leit. Marlene, sem er blaðamaður, reynir að halda dagbók til að skrá allt niður, ferðina og sitt eigið líf. Bókin sem við lesum er í raun þessi dagbók hennar. Hún á hreint ekki auðvelt með að skrifa hana því hún þjáist af veiki, sem er einskonar ofnæmi fyrir upplýsingum. Upplýs- ingaflæði upplýsingasamfélagsins er orðið svo mikið að á einhverjum tímapunkti hefur það flætt yfir bakka sína og skapað ofnæmi meðal neytenda sem lýsir sér í því að þeir geta ekki skynjað upplýsingar lengur, heldur renna þær saman í móðu, bókstafir og orð leysast upp, Ijósmyndir verða þokukenndar og andlit óljós. Veikin lýsir sér ekki aðeins í sjóntruflunum held- ur líka hljóðtruflunum: hinar uppleystu upplýs- ingar gefa frá sér hljóð, suð, hávaða. Og veikin ræðst ekki aðeins af utanaðkomandi áreiti, hugsanir, minningar og tilfinningar eru einnig í upplausn.1 Heimurinn þjáist allur, með öðrum orðum, af of-skynjun, nema örfáir, (kannski sex prósent), sem eru ónæmir fyrir áhrifunum. Tupelo er ein af þeim. Úr blóði þeirra er unnið lyfið Lucidity, kallað Lucy, sem gerir hinum of- næmu kleift að takast á við daglegt líf, eða það sem eftir er af því. En lyfið getur ekki læknað einkennin fyllilega, aðeins dregið úr þeim og því lifa flestir einskonar hálfu lífi, samfélagið er í lamasessi því það hefur alltaf verið háð upplýs- ingum í formi texta eða mynda, sem nú eru ólæsilegar, auk þess sem hugarstarfsemi er öll í rúst. Augað fyrrnefnda er merki fyrirtækisins sem framleiðir lyfið og virðist alvalt í þessari framtíðarsýn, það minnir ekki lítið á stóra bróð- ur eða álíka yfirvöld í öðrum framtíðarsýnum, en lætur ekki mikið á sér kræla í skáldsögunni, utan að vera þögul áminning um vald og valdaleysi.2 Þessi sýn á vald er dæmigerð fyrir skáldsög- ur Noon sem ólíkt öðru sæberpönki snúast ekki mjög mikið um baráttu utangarðsmanna við valdhafa í ýmsum myndum. Vissulega koma valdhafar við sögu og vissulega ganga sögurnar út á átök um völd, en ekki endilega við valdhafa í stíl stóra bróður, því slíkir virðast varla fyrir hendi, allavega láta þeir ekki til sín taka með sama hætti og alvaldar margra vísindaskáld- sagna. Þetta er eitt af því sem gerir sögur Noon nokkuð frábrugðnar öðru sæberpönki, en sæberpönk er tegund vísindaskáldsögu sem fjallar um tæknivædda framtíð sem tekið hefur margvíslegum stökkbreytingum af völdum tækni, stökkbreytingum sem birtast jafnt í ein- staklingum sem samfélagsgerð. Oft eru tölvur

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.