Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Page 27
Efþú getur lesið þetta ertu á lífi tmm bls. 25 lykilatriði í skáldskap af þessu tagi, tölvur og tölvuforrit, gervigreindir, líftækni og nanótækni, sem breytt hafa hugmyndum okkar um heim- inn, einstaklinginn, líkamann og lífið sjálft. Og veruleikann - en þar kemur Noon sterkt inn. Að öðru leyti skiptir hann sér ekki mikið af tölvu- tækni, né fjallar hann að ráði um tækni, hann er fremur upptekinn af áhrifum lyfja - sem vissu- lega eru hluti af tækniþróuninni - og upplýsinga í ýmsu formi, sem geta haft róttæk áhrif á lík- ama, skynjun og tilveru. Af þessum sökum vilja sumir tala um lífpönk (biopunk) í staðinn fyrir sæberpönk þegar kemur að rithöfundum eins og Noon, Octaviu E. Butlerog Michael Marshall Smith.3 Þessi aðskilnaður er fremur hæpinn því líftækni hefur alltaf verið hluti af sæberpönki, þó hún sé kannski ekki alltaf eins rík og í verkum Noon. Jeff Noon er fæddur 1957, og bjó lengst af í Manchester á Englandi, en þar gerast margar sagna hans. Hann byrjaði snemma að sýna list- sköpun áhuga, og átti erfitt með að halda sig við eina tegund, föndraði bæði í myndlist, tónlist og leiklist með fjöllistahópi, auk þess að leika í hljómsveitum og stunda listnám. Það var í gegnum leikritun í fjöllistahópnum sem hann féll fyrir skáldskaparskrifum, þótt það tæki hann nokkur ár að komast af stað. Hann hefur nú gef- ið út sjö skáldsögur og eitt smásagnasafn. Kannski er það þessi fjölbreytti bakgrunnur Noon sem gerir það að verkum að hann nálgast tungumálið á afar sérstæðan hátt og virðist í raun líta á það sem lifandi veru. [ einu eftirminnilegu atriði Falling out of Cars finnst Tupelo á safni viðkvæmra hluta, en á efstu hæð þess er bókasafn. Þar stendur Tupelo og les í hverri bókinni á fætur annarri og hendir henni svo frá sér. Þegar Marlene gáir betur kemur í Ijós að orðin hverfa úr bókinni um leið og þau eru lesin, þau eru hreinlega lesin burt af sið- unum. Maður sem sér um safnið biður þær að fara varlega en Tupelo virðist gersamlega tapa sér í þessum afdrifaríka lestri. Og Marlene velt- ir fyrir sér hvað verði um orðin, hvort þau fest- ist í (veikum) huga þess sem les, hvort þau hverfi inn í síðurnar, eða hvort þau svífi um í lausu lofti, ósýnileg og ólæsileg. Smásagan „The Cabinet of Night Unlocked", eða „Skápur hinnar ólæstu nætur", er einnig eftirminnileg, en þar er sagt frá handriti frá miðri fimmtándu öld sem geymir formúlu fyrir sjálfs- morði. Ekki þannig að þar sé gefin upp hin eina rétta leið til að farga sjálfum sér, heldur er í handritinu að finna þulu, með leiðbeiningum um handahreyfingar, sem hefur þann mátt að sá sem fer með textann og gerir hreyfingarnar deyr. í einskonar lokaljóði sem tekur saman helstu atburði smásagnanna í safninu Pixel Juice (1998) segist höfundurinn Jeff Noon hafa stolið hugmyndinni frá Borges, og það er einnig Ijóst að safn hinna viðkvæmu hluta á Borges mikið að þakka. Söguþráður smásögunnar minnir einnig á nýjustu bók spútnikhöfundarins með óframberanlega nafnið Chuck Palahniuc, Lullaby (2002), en þar er sagt frá afrískri galdra- þulu sem er tekin upp sem barnagæla, með banvænum afleiðingum. Þrátt fyrir að hér ætli ég ekki að gera samanburð á þessum tveimur ólíku höfundum er ekki úr vegi að velta fyrir sér - með ánægju - áhuga ungra höfunda á mætti tungumálsins og ritmálsins, sem margir óttast að sé í rénun. Chuck Palahniuc er höfundur sem hefur án vafa opnað augu margra fyrir mögu- leikum 'bókarinnar', margra sem áður höfðu kannski ekki mikinn áhuga á bókmenntum, og líkt og Jeff Noon er hann svokallaður 'kúlt' höf- undur. Jeff Noon gengur þó mun lengra í til- raunum sínum með tungumálið, enda segir hann í yfirlýsingu sinni um hvernig eigi að skrifa nútímaskáldsögu að rithöfundar eigi að kanna aðferðir annara listforma: „Kvikmyndagerðar- menn nota klippingar, þeir frysta ramma, hægja á hreyfingum. Tónlistarmenn gera nýjar hljóð- blöndur, skratsa og sampla - taka búta úr öðrum verkum og sameina það sínum. Mega rithöf- undar ekki skemmta sér dálítið líka?" Yfirlýsing- in er skrifuð í tilefni af útgáfu bókarinnar Cobral- ingus (2001), þarsem Noon beitir einmitt þess- um aðferðum á tungumálið með áhugaverðum - ef nokkuð torræðum - afleiðingum. í grein- inni, sem birtist í Guardian 10. janúar og er að finna á vef blaðsins, www.guardian.co.uk, kvartar Noon yfir því að ævintýragirni nýrra höf- unda virðist takmörkuð, sögulegar skáldsögur haldi áfram að flykkjast inn á markaðinn en til- raunastarfsemi höfunda sé mætt með nýtísku leiða; of sniðugt, of mikið að gerast, of mikil vinna að komast í gegnum þetta. Meðan ég get vissulega haft vissa samúð með slíkum leiða (I), þá er varhugavert að fella alla tilraunastarfssemi í sama flokk, því margir höfundar eru að gera áhugaverða og mikilvæga hluti eins og Jeff Noon er afskaplega gott dæmi um. Ungur drengur stingur upp í sig fjöður Fyrsta skáldsaga Jeff Noon, Vurt (1993), vakti heilmikla athygli og Bretar fögnuðu því ákaft að hafa eignast sinn eigin sæberpönkara, en sæberpönkið var einmitt um þetta leyti að öðl- ast almennari viðurkenningu - án þess að missa kúlið - til dæmis sem mikilvægur þáttur í þróun póstmódernískra bókmennta.4 Vurt þótti einnig smart fyrir að vera sérlega óaðgengileg af af- þreyingarbókmenntum að vera, en sæberpönk, eins og aðrar svokallaðar tegundarbókmenntir er almennt flokkað sem afþreyingarefni, burt- séð frá bókmenntalegu gildi og gæðum. Ekki ætla ég að hvolfa mér út í umræðu um slíka flokkun hér, en Noon er einn þeirra höfunda sem hefur tekist að nokkru leyti að brjótast und- an slíkum flokkunum og sýna frammá bók- menntalegt gildi vísindafantasía. Núna er hon- um líkt við Anthony Burgess, væntanlega fyrst og fremst með tilvísun til A Clockwork Orange, en Burgess lagði mikla áherslu á að skapa sann- færandi heim með uppfindingasemi í tungumáli og eins er Noon óvæginn í því að láta holskeflu nýrra orða, orðasambanda og fyrirbæra skella á lesandanum. Slík tungumálssköpun er einn grundvallarþáttur sæberpönksins sem lýsir framtíðarheimi, en eðlilega inniheldur slíkur heimur ný fyrirbæri, hugmyndir og heimsmynd sem orða þarf á nýjan hátt. Fyrir utan Cobralingus er Vurt óaðgengileg- asta bók Noon, en hún er erfiðisins virði. Bókin er að mörgu leyti dæmigert byrjendaverk og lýs-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.