Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Síða 32
Halldóra Arnardóttir Móðu-byggingin í d'Yverdon-les-Bains í Sviss Imyndum okkur byggingu á stærð við fótbolta- völl, gerða úr þoku sem svífur yfir stöðuvatni. Hún uppfyllir allar byggingareglugerðir, og er hvort tveggja í senn: óhlutbundin rannsókn á hugmyndum um gagnsæi og hið byggða um- hverfi, og bygging sem hægt er að fara inn í, ganga um, þreifa á og anda að sér. Árið 1998 tóku arkitektarnir Elizabeth Diller og Ricardo Scofidio, sem störfuðu í New York, þátt í samkeppni um sjöttu svissnesku landsýning- una í d'Yverdon-les-Bains norðaustur af Genf. Sýninguna var áætlað að halda árið 2002 og átti hún að standa yfir í sex mánuði. Diller og Sco- fidio mynduðu lið með öðrum arkitektastofum frá Rotterdam og Zurich til að gera tillögur um heildarskipulag svæðisins og var það kallað Extasia. Samstarfið tókst það vel að liðið sigraði í keppninni. Grundvallarhugmynd sýningarinnar var að tvinna saman hugtökin „ég og alheimurinn, næmi og kynferði" út frá tilfinningaskynjun. Lagt var út frá því í upphafi að nálgunin, tæling- in, snertingin og næmi skynfæranna; samhjálp og friður, væru allt máttugir straumar úr fylgsn- um minninganna. Það var þó umfram allt að- dráttarafl hins óþekkta sem sýningarstaðurinn grundvallaðist á. Til þess að túlka þessi hugtök var svæðinu skipt niður í átta hluta og hverjum þeirra gefið sérstakt heiti. Fyrsti hlutinn var nefndur „Heita hverfið við aðkomuna að Yver- don-les-Bains", annar hlutinn „llmur og tæling - Expogarðurinn", sá þriðji „Óljós blíðulæti, fjöl- miðlatækni og hlutir í garðinum", fjórði hlutinn kallast „Völundarhús tilfinninganna, ský", sá fimmti „Blöndun skynfæranna, staður til al- mennra umræðufunda og sýningahalds", sjötti hlutinn heitir „Allsnægtir", sá sjöundi „Að falla í gildru, við jaðar stöðuvatnsins" og loks er það „Bryggja, með útsýni yfir stöðuvatnið". Elizabeth Diller og Ricardo Scofidio fengu það hlutverk að hanna byggingu við stöðuvatn- ið Neuchatel. Þau vildu nota efnivið sem væri í samhengi við staðinn og umhverfið og komust að þeirri niðurstöðu að best væri að nota efni sem væri á svæðinu, þ.e.a.s. vatnið sjálft. Vatn- Elizabeth Diller og Ricardo Scofidio. ið varð því efniviður arkitektanna og notað til að rata um völundarhús skynfæranna og upplifa óvæntar tilfinningar. Samneyti tækni og tilfinninga Bygging Diller og Scofidios var miðpunktur sýn- ingarinnar, hangandi pallur hulinn manngerðri þoku sem gat rúmað allt að 400 gesti. Háþrýsti- tækni tryggir að þessi fljótandi skúlptúr sé sjá- anlegur úr mikilli fjarlægð og í alls kyns veðri; rigningu sem sólskini. Byggingin þenst út og myndar langa þokuslæðu í miklum vindi, bylgj- ast mjúklega í kulda og færist upp eða niður eft- ir lofthita. Byggingin er gerð úr 100 metra langri, 65 metra breiðri og 25 metra hárri opinni stál- grind sem úðar óteljandi örsmáum dropum úr stöðuvatninu gegnum 31.500 þrýstistúta, sem aðeins eru 120 míkrómetrar í þvermál og tengj- ast 24 km lagnakerfi. Vatninu er þrýst með 80 loftþrýstieiningum á hárfína kniplinga, sem eru nákvæmlega framan við opið, og dreifist í ótelj- andi örfína smádropa sem hver um sig er að- eins 4-10 míkrómetrar í þvermál. Ördroparnir eru svo litlir að flestir þeirra svífa í loftinu. Ef nægilega mörgum þrýstistútum er komið fyrir á ákveðnu rými, þá metta þeir loftið raka og áhrif- in verða eins og þoka eða, eins og í þessu til- felli, líkust móðu. Stýritölvukerfi lagar styrkleika úðans að mismunandi veðurskilyrðum; hita, raka, vindhraða og vindátt: afleiðingin er sú að þó að þokumassinn sé stöðugur breytist hann í sífellu. Áður en gestir ganga inn í rýmið svara þeir nokkrum spurningum en svörin eru skráð í

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.