Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Side 33
Móðu-byggingin i d'Yverdon-les-Bains í Sviss tmm bls. 31 Regnkápurnar roðna við það að bera kennst á svipuð áhugamál eða sömu ástríður. Gestir í stafrænum regnkápum ganga niður skábrautina inn í þokumassa móðu-byggingar- innar þar sem samræður gestanna eru eina hljóðið sem heyrist. (Tölvuteikning.) Gestir fá sér vatnsglas á Englabarnum. Upplifunin er svipuð því að vera í flugvél ofar skýjum og virða fyrir sér víðáttu himinsins. kerfistölvu byggingarinnar. Svörin gefa upplýs- ingar um sálrænt ástand viðkomandi, persónu- leika hans og á hverju hann hefur dálæti. Síðan klæðast gestirnir stafrænum regnkápum sem jafnframt geyma fyrrgreindar upplýsingar. Vegna þessara sérstöku eiginleika „stjórnkerfis- kápanna" skiptast gestirnir ósjálfrátt á upplýs- ingum um sjálfa sig. Þegar gengið er niður löngu skábrautina að byggingunni er komið að stórum opnum palli í miðjum þokumassanum þar sem ómþýðar samræður gestanna eru eina hljóðið sem heyrist. Um leið skynja gestirnir að ákveðið ósamræmi á sér stað. Smátt og smátt tapar gesturinn áttum og missir tilfinninguna fyrir sjónrænum tilvísunum þangað til komið er í algjörlega hvítt umhverfi. Allt er í móðu, án hluta, án dýptar, án mælikvarða, án rýmiskennd- ar, án massa, án yfirborðs, án samhengis eða nokkurrar viðmiðunar. Tímaskynið verður algjör- lega að engu. Þegar haldið er áfram upp á efri hæð bygging- arinnar kemur fólkið að stað þar sem það hvílist og hittiraðra gesti, Englabarinn. Þarskiptistfólk á skoðunum og svo gæti farið að regnkápan roðnaði við það að bera kennsl á svipuð áhuga- mál eða sömu ástríður. Á Englabarnum er að- eins boðið upp á vatn. Hægt er að velja á milli ýmissa tegunda vatns í flöskum, vatns frá ólík- um höfuðborgum heimsins, vatns með gosi, Byggingin er gerð úr 100 metra langri, 65 metra breiðri og 25 metra hárri opinni stálgrind sem úðar óteljandi örsmáum dropum úr stöðuvatninu gegnum 12.500 þrýstistúta, sem aðeins eru 120 míkrómetrar í þvermál, en tengjast 24 kílómetra lagnakerfí. Horft yfir móðu-bygginguna sem þenst út og myndar langa þokuslæðu í miklum vindi, bylgjast mjúklega í kulda og færist upp eða niður eftir lofthita. eimaðs vatns, rigningarvatns, og jafnvel er boð- ið upp á einstakt úrval af jöklavatni og vatn frá heimskautunum. Upplifunin er svipuð því að vera staddur í flugvél ofan skýja og virða fyrir sér víðáttu himinsins; tilfinningin fyrir tómarúm- inu er túlkuð til hins ýtrasta. í þessari móðu-byggingu hefur tæknin gert manninum kleift að sýna sjálfan sig eins og hann er. Menning hins vestræna þjóðfélags kennir okkur ákveðið hegðunarmunstur og tjá- skipti fara yfirleitt fram eftir ákveðnum reglum sem við gerum fyrirfram ráð fyrir. Mynd úr fók- us er óskýr, ógreinileg, þokukennd, hún felur eitthvað, hylur, kemur úr jafnvægi. Við erum haldin þráhyggju gagnvart því sem lýtur að skynjun sjónarinnar og ofurseld miklum mynd- gæðum og þess vegna lítum við á hið óskýra sem glatað, það vekur efasemdir eða tor- tryggni. Arkitektarnir Diller og Scofidio snúa dæminu við, í höndum þeirra hefur tæknin feng- ið óvenjulegt viðfangsefni og gert vatnið að byggingarefni. Móðan gefurfólki óvænttjáning- arfrelsi, hún afmáir þessa skýru mynd sem það gerir ráð fyrir að sjá við hliðina á sér. Tæknin ger- ir gestunum kleift að hafa samskipti sem snú- ast einungis um tilfinningar þeirra, óháð for- dómum. Með stafrænu regnkápunum sýna þeir tilfinningar sínar óáreittir, óháð útliti, kyni eða þjóðerni. Tjáskiptin verða heiðarleg. Dr. Halldóra Arnardóttir (f. 1967) er listfræðingur.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.