Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 38
ar og Hinna, við erum 511 hinsegin, og hinir eru
allir svona. Það er hér sem hvítaruslið er svo
verðmætt, hvítir fátæklingar eru þeir einu sem
eftir eru af þeim aragrúa Hinna sem vestræn el-
íta hafði eitt sinn úr að spila. í heimi þar sem
þannað er að segja þrandara um gyðinga, sam-
kynhneigða, nunnur, vangefna, svertingja, feita-
bollur, fatlaða og lauslætisdrósir - svo fátt eitt
sé nefnt af fortíðarhinum okkar - er hvítaruslið
þrautalendingin. Það er ekki aðeins óhætt að
draga það sundur og saman í háði, slíkt er til
marks um víðsýni háðfuglsins sem augljóslega
er ekki hvítarusl fyrir fimmaura. Hvítu fátækling-
arnir í spéþætti Jerrys Springers draga blóð-
röndina milli fjölmenningarinnar og andstæð-
inga hennar.
í þessu stríði gegnir
hvítaruslið lykilhlut-
verki - steríótýpa hins
fátæka, illa menntaða
og þröngsýna hvítingja.
Þau viðhorf sem því eru
eignuð - forpokaðar
hugmyndir um innflytj-
endur, svertingja, sam-
kynhneigða, konur,
barnauppeldi, trúmál
og svo mætti lengi telja
- eru hin hreina and-
stæða fjölmenningar-
stefnunnar.
Víðsýni og umburðarlyndi eru nauðsynjar nú-
tímalegs vinnustaðar, og það verður að undir-
strika mikilvægi þeirra með reglulegu millibili.
Útilokun þeirra sem aðhyllast ekki þessi gildi er
pólitísk herferð sem bindur fjölþjóðlegan
kapítalisma samtímans sterkum böndum. Með
árásum slnum á hvítaruslið hreinsar elítan sig af
sök á því misrétti sem tilvist hennar byggist á,
og styrkir þá fjölmenningu sem hagkerfið þarfn-
ast. Hvítir fátæklingar eru margir hverjir rasistar
- í valdaleysi sínu sjá þeir lit húðarinnar sem
helsta styrk sinn og þeir reyna að krefjast hlut-
deildar í yfirráðum elítunnar á grundvelli kyn-
þáttar síns. Með því að hafna þessari úreltu
kröfu afdráttarlaust og draga fátæklingana sund-
ur og saman í háði sýnir elítan með óyggjandi
hætti hvað í henni býr.
Hvítaruslið er þannig með óvæntum hætti
leiðarhnoða umræðunnar um menningarlegan
alætuskap, mynstrað umburðarlyndi og alþjóða-
væðingu. Kaplan20 og fleiri hafa dregið upp
mynd af tvímenningu í mótun sem endurspeglar
tvískiptingu alþjóðlega hagkerfisins. Heims-
menning elítunnar er sköpuð af fólki sem flakkar
erinda viðskipta og skemmtunar um alla jarðar-
kringluna og fléttar sér sérviskulegan lífsstíl úr
þráðum gamalla menningarheima. Alþýðu-
menning pöpulsins sem eftir situr er á hinn bóg-
inn dregin saman eftir bestu getu úr gamalli
staðarmenningu hnignandi nærsamfélaga og
fjöldaframleiddri poppmenningu markaðsfræð-
inganna. Landfræðileg mörk menningarheima
hverfa í skuggann fyrir nýjum menningarmörk-
um nýrra stétta.21 Elítan á hverjum stað tilheyrir
menningu heimsborgaranna og lætur sig stað-
armenninguna litlu varða. Bóbóarnir vilja í senn
vera margbrotnir og raunsannir, víðsýnir og
siðavandir, heimsborgarar með sterkar rætur í
margvíslegri staðarmenningu, en fyrirlíta þó lág-
stéttina sem bundin er átthagafjötrum á huga
og höndum. í Bandaríkjunum hefur elítan valið
hvítaruslið sem skotmark fyrirlitningar sinnar á
hinni þrælbundnu lágstétt, en hin staðlausa elíta
finnur sér slíkan blóraböggul hvarvetna á jarðar-
kringlunni.
Alætuskapur elítunnar er kjarni fjölmenningar
samtímans. Umburðarlyndi gagnvart mismun-
andi menningarheimum ertákn þess umburðar-
lyndis gagnvart mismunandi fólki sem er grund-
völlur alþjóðlegs vinnustaðar. Þetta umburðar-
lyndi er þó umburðarlaust á einu sviði - þeim
sem ekki aðhyllast það eru engin grið gefin.
Með þessum hætti er hægt að draga skýra línu
milli mismunandi menningarheima og þess
fólks sem þeim tilheyrir. Hefðbundin menning
flestra þjóða er tiltölulega umburðarlaus gagn-
vart öðrum, og hugmyndafræði fjölmenningar-
Hin nýja heimsborgar-
elíta er í raun staðlaus,
en lágstéttin jafnan
rótföst í heimahögum
sínum - jafnvel þegar
hún leggur land
undir fót.
n