Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 9
í EINNI SVIPAN
Hún strýkur úr tvöföldum leðurólum svipunnar og kyssir hana með allri
munúð og viðkvæmni hins frumstæða manns.
Það hvarflar að manni að þeir sem einu sinni eru byrjaðir að skrifa um
svipur geti ekki strammað sig af þaðan í frá. Nú er varla neinn sem skrifar
um svipur og í stað bókaverslunar Hösts er komin Sankt Ansgar Bog-
handel og Forlag sem selur t.d. bækur eftir þá félaga Kahlil Gibran, Dalai
Lama og Rudolf Steiner. Höst og Son er enn virðulegt bókaforlag og er til
húsa á Kobmagergade. Húsið sem Halldór bjó í á 3. hæð við Store
Kongensgade 96 var rifið á 4. áratugnum og allhá múrsteinsblokk reist í
staðinn. Það er skemmtilegra en mann órar fyrir að stilla sér upp þar fyrir
framan, láta fingurgóma annarrar handar nema við fíngurgóma hinnar,
eins og Hannes Hólmsteinn gerði í þætti sínum um skáldið, og segja eitt-
hvað á þessa leið: „Hér bjó Halldór frá Laxnesi síðsumarið 1919 og glugg-
aði í dónabók sem hann sagði engum frá.“
Heimildir
A. Debay: Kvinden og Könslivets Hygiejne for og under Ægteskabet, Stjernholms
Forlag, Kaupmannahöfn, Ekkert ártal gefið upp.
Halldór Laxness: Úngur eg var, Helgafell, Reykjavík 1976.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Halldór 1902-1932, Almenna bókafélagið, Reykja-
vík 2003.
Tímarit Máls og menningar, 1. tbl. 2004. Ritstjóri: Silja Aðalsteinsdóttir.
TMM 2004 • 2
7