Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 21
Að standa af sér slaginn „Þegar Óvinafagnaður kom út þá tók ég reyndar eftir því að ég átti miklu erfiðara með að fá athygli en endranær. Auðvitað spilaði inn í að það ár komu út bækur sem urðu alveg ævintýralegur sökksess fyrir sína höfunda, annars vegar Höfundur íslands eftir Hallgrím Helgason, ein- hver umtalaðasta skáldsaga sem út hefur komið hér á landi og mokseld- ist, og Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem setti held ég met í sölu skáldverks í fyrstu útgáfu hér á landi. Það er erfitt að vera með bók þegar á slíku gengur. Einu sinni komst Óvinafagnaður á blað í skoð- anakönnunum fyrir þau jól og það var fyrir ljótustu kápuna! Fáir blaða- menn hringdu til að taka viðtöl og ég var lítið boðaður í spjallþætti. Síðan hefur vegur hennar vaxið mikið, hún er töluvert umtöluð hér heima, hún hefur komið út í Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi og víðar og fengið alveg frábæra dóma og nú á að fara að kvikmynda hana. Svo að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Og svona gerist stundum, án þess ég sé að draga upp einhverjar sam- líkingar við aðrar bækur. Munum bara þegar Englar alheimsins komu út eftir Einar Má, hún fékk miklu minni athygli og sölu á vertíðinni en hún átti skilið og margir þráðu heitast að geta sagt um höfundinn að hann væri útbrunninn og búinn að vera.“ En hún fékk DV verðlaunin í bókmenntum ... „Nú já, var það? En hún var ekki tilnefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna. Síðan hefur hún farið sigurför um heiminn.“ Kannski er það svo að bækur sem koma verulega á óvart með efnisvali eða frásagnarhœtti verði bara að fá að sanna sig í rólegheitum, gagnrýnendur hafni þeim vegna þess að þær eru ekki eins ogþeir eiga von á og læs almenningur verði að leiðrétta kúrsinn smám saman. Kannski verða þessar bækur bara þeim mun langlífari en þær semfara strax á toppinn. Þú sagðir líka að Eyjabækurnar hefðu verið tíma að sanna sig. Allt annað mál. 1 nœrri tvítugu Teningsviðtali segirðu um skriftir þínar: „Nú sest ég niður einn mánudagsmorgun með handritin, fmnfljótt að þetta er slæmur dagur, mér gengur illa, er í óstuði. Þá er kannski ekki vitlaust að leggjast frekar uppí sófa með uppbyggilega bók. En mér gengur eiginlega alltafilla. Mérfinnst ég næstum alltafvera í óstuði. Þar að auki hefég tekið eftir því að þá daga sem mér hefur fundist ég vera í mestu óstuði, þurft að beita mig hvað hörðustu bara til að haldast yfir pappírunum, hefur út- koman orðið hvað skást..." Er enn svona erfitt að skrifa? „Nei, þetta hefur breyst. Með æfingunni og aldrinum hefur mér lærst betur á sjálfan mig. Og eitt af því sem ég hef lært er að setjast ekkert niður á mánudagsmorgni ef ég er ekki í stuði. Áður en ég sest niður og byrja að TMM 2004 • 2 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.