Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 22
Einar Kárason skrifa er ég yfirleitt kominn með í hausinn hvað ég ætla að gera. Þetta er viðfangsefnið, þetta er kaflinn eða hvað það er, þetta er gangurinn. Þegar ég er kominn í rétta formið þá tekur ekki nema tvo þrjá tíma að skrifa það sem fyrir liggur. Maður lærði af viðtölum við reynda höfunda að þeir hefðu ákveðinn vinnutíma, settust niður snemma á morgnana og svo framvegis, og manni fannst maður þurfa að gera þetta, en það hentar mér ekki. Hundrað metra hlaup tekur ekki nema tíu sekúndur en menn fara ekki í það fyrr en þeir eru alveg tilbúnir til þess. Þeir eru kannski búnir að vera ár að undirbúa sig undir þessar tíu sekúndur! En þær einar færa þeim meistaratitla og frægð.“ Breytt staða Þú hefur verið rithöfundur ífullu starfi síðan 1979, i tuttugu ogfimm ár, og frá þér hafa komið ellefu skáldsögur, þar aftvcer fyrir hörn, tvö smásagna- söfn og ein Ijóðabók. Þú hefur verið einn afkastamesti og vinsœlasti höfundur þjóðarinnar í tcepan aldarfiórðung. Hvernig skilur þú boðin frá úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda sem skipar þér í ár á sexmánaða- básinn? „Ég get auðvitað alls ekki lagt dóm á val nefndarinnar, með því væri ég að segja að einhver af mínum kollegum væri minna virði en ég. Frekar er ástæða til að skoða þetta í samhengi við hugmyndirnar á bak við starfs- launin og spyrja hvort þau virki eins og ætlast var til. Ég var í stjórn Rithöfundasambandsins í átta ár og formaður í fjögur ár og fylgdist vel með því þegar ákveðið var að efla starfslaunasjóðinn til þess að gera hann að grundvelli alvöru-atvinnumennsku meðal íslenskra rithöfunda. f upphaflegum lögum um launasjóð rithöfunda stóð eitt- hvað á þá leið að tilgangur hans væri að rithöfundar gætu unnið að sínum verkum án meiri fjárhagsáhyggju en tíðkast meðal annarra starf- stétta. Það var vitað mál að þannig virkaði sjóðurinn ekki í raun á þeim tíma. Efling sjóðsins var í undirbúningi í tíð margra menntamálaráð- herra. Við Sigurður Pálsson sátum til dæmis marga fundi með Sverri Hermannssyni sem var mjög áfram um að sjóðurinn efldist stig af stigi þangað til helstu höfundar gætu haft tekjutryggingu úr honum. Haft tekjur árið um kring sem dygðu til að þeir gætu unnið sæmilega áhyggju- lausir að sinni list. Það var svo í tíð Svavars Gestssonar sem málið komst á mikinn skrið. Þá var ég líka í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og í samráðsnefnd með ráðuneytisstarfsmönnunum sem sömdu frum- varpið. Við vorum iðulega kölluð til, og alltaf var hugmyndin þessi sama. Launasjóður rithöfunda var elsti og stærsti sjóðurinn og það þótti eðli- 20 TMM 2004 • 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.