Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 23
Að standa af sér slaginn legt að hann styrkti það fólk sem hafði verið atvinnumenn í greininni og sýnt hæfni sína í nokkrum verkum. 1992 voru lög samþykkt um eflingu sjóðsins og það gekk eftir á næstu árum. Síðan hefur ákveðinn hópur atvinnuhöfunda, manna sem gerðu þetta að ævistarfi sínu, haft sæmilega tryggingu íyrir þessum launum, með stöku undantekningum þó. Svo gerist það allt í einu núna að nokkrir úr þessum hópi eru lækkaðir úr heilum árslaunum í hálf. Eftir nokkra mánuði hættum við að vera á föstum launum. Og þeir úr þessum hópi sem ekki duttu út núna geta allt eins átt von á að röðin komi að þeim næst. Þetta breytir stöðunni ansi mikið. Þetta eru einu föstu tekj- urnar sem þetta fólk hefur. Þótt fólk skrifi og gefi út þá er alveg undir hælinn lagt hvaða tekjur verða af því. Höfúndarlaun fyrir skáldsögu sem nær góðri meðalsölu á íslandi, 2-3000 eintökum, eru svona ein og hálf milljón. Ef menn eru tvö-þrjú ár að semja slíka sögu - sem má eiginlega ekki minna vera - þá sjá allir að enginn lifir á því. Starfslaunin eru nauð- synleg tekjutrygging, en nú eru þau farin í bili og maður verður að finna sér eitthvað annað að gera. Það er erfitt fyrir þann sem hefur ekki gert annað í tíu-fimmtán ár eða lengur, maður hoppar ekki inn í starf sem bíður eftir manni og engar atvinnuleysisbætur í boði. En ég er samt ekk- ert að tilkynna andlát mitt og endalok, því er öðru nær. Fram að stóreflingu sjóðsins voru höfundarlaun meira þannig að þeir sem fengu í einhvern tíma úr sjóðnum áttu þar með kost á að hætta að vinna við annað þann tíma og ljúka við bók. Fólk gat varpað oki brauð- stritsins af herðum sér í kannski hálft ár eða níu mánuði og einbeitt sér að skriftum. Með ráðstöfunum úthlutunarnefndar núna getur maður spurt hvort lögin virki eins og þeim er ætlað. Ef hugsunin er ennþá sú að sjóðurinn sé trygging fyrir þá sem hafa ritstörf að ævistarfi þá þarf kannski að athuga hugsunina á bak við þessa úthlutun. Staðan er breytt þegar tryggingin er farin. Allt frá því farið var að styrkja fólk til ritstarfa hér á landi fyrir tæpum hundrað árum hefur verið vitað að öðruvísi verða menn ekki pró- fessjónal höfúndar. íslenskur bókamarkaður stendur ekki undir því. Metsala hér er 5-10 þúsund eintök sem er þá góð búbót en tryggir manni ekki vinnufrið til langframa. Það er annað í grannlöndunum þar sem metsala er 100-150 þúsund eintök, þá þurfa höfundar ekki að hafa áhyggjur af peningum næstu árin. Hins vegar er það svo til dæmis í Dan- mörku að flestir rithöfundar sem hafa náð árangri og gert þetta að ævi- starfi sínu fara á ævilaun frá hinu opinbera. Ég ætla ekki að öðru leyti að leggja dóm á þessa úthlutun og enn síður það ágæta fólk sem vinnur þetta erfiða starf. Það hefur kannski metið það TMM 2004 ■ 2 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.