Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 29
DULMAGN VIGDlSAR óskiljanlega hugarheima, þar sem töframáttur þess óáþreifanlega magn- ast stöðugt. í umfjöllun um miðbók þríleiksins, Hjarta, tungl og bláirfuglar, ræðir Gauti Kristmannsson um þreytandi tækni, texta þar sem fátt gerist og til- raun til að nálgast stílfyrirmynd sem hann kallar „hið svokallaða töfra- raunsæi latnesk-amerískra bókmennta, og kannski nánar tiltekið sögur Isabel Allende'V í þessu samhengi er rétt að skoða hvaða merking er lögð í hugtakið töfraraunsæi og hafa í huga að í rúma tvo áratugi hefur það verið notað á íslensku til að tjá andblæ og innihald suðuramerískra bók- mennta og þá ekki hvað síst skáldverk svokallaðrar hoom-kynslóðar, með kólumbíska nóbelsverðlaunahafann Gabríel García Márquez í farar- broddi. íslenska hugtakið er þýðing á hugtökunum „realismo mágico“ á spænsku eða „magic(al) realism“ á ensku.’ Enn fremur hefur það verið notað sem þýðing á spænska orðasambandinu „lo real maravilloso“ sem kúbanski rithöfundurinn Alejo Carpentier gerði að umfjöllunarefni í grein sinni „De lo real maravilloso americano“ sem fýrst birtist árið 1967.' Þar gerir Carpentier tilraun til að skilgreina hvað þetta fyrirbæri sem evr- ópskir gagnrýnendur urðu svo heillaðir af í bókmenntum Rómönsku Ameríku á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar stendur íyrir. Til útskýringar notar hann ímynd ferðalagsins og þess hvernig ferðalangur stendur frammi fyrir raunveruleika sem hann kann illa eða ekki að lýsa. Ferðalag hans sjálfs um Kína og miðausturlönd verður honum upp- spretta íhugunar um það hvernig bera má saman framandleika þess sem fyrir augu og eyru ber og þess sem vesturevrópskir fræðimenn standa frammi fyrir þegar þeir ígrunda latnesk-amerískan texta. Þeir þekkja hvorki aðstæður og raunveruleika álfunnar né uppruna eða bakgrunn þeirra sem skrásetja hann. Hann bendir á að fyrirbærið sem fræðimenn- irnir nefna „lo real maravilloso“ [hið raunfurðulega] vísi til tilrauna rit- höfunda og annarra menntamanna Rómönsku Ameríku til að koma margbreytilegri menningararfleifð álfunnar fyrir innan hins hefðbundna fastmótaða vestræna raunsæis og skáldsagnaforms. Þar undanskilur hann engin menningaráhrif. Hann fjallar jafnt um uppáþrengjandi áhrif evrópskrar menningar á indjánasamfélög álfunnar, sem og áhrif hinna mörgu ólíku indjánamenninga á miðstéttasamfélög mestizóanna (kyn- þáttablöndu hvítra og frumbyggja) á nítjándu og tuttugustu öld. Hann undanskilur heldur ekki arfleifð þrælahaldsins í álfunni og fjallar um margvísleg menningaráhrif ólíkra ættbálka sem upprunnir eru í Afríku. Af þessu má ljóst vera að töfraraunsæi snýst um annað og meira en dulræn fyrirbæri og andatrú, því samkvæmt Carpentier liggur rót þess í margsamsettu fjölmenningarsamfélagi sem ógerningur er að þekkja til TMM 2004 ■ 2 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.