Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 35
DULMAGN VlGDlSAR myndina, mála síðustu myndina sem hún málaði í þorpinu og hélt að hún gæti aldrei málað. [...] En ég fann þetta allt, vinur. Já, hún fann allt að lokum með höndunum þegar hún strauk líkama minn (234). Lúna og Edita eru seiðkonur hvor síns menningarheims sem umlykja söguhetjuna Lenna. Einfaldur heiðarleiki mótar líf beggja og á meðan Lúna vísar opinskátt í málverk Fridu Kahlo í verkum sínum sækir Edita hugmyndir sínar í fyrirbæri náttúrunnar. Samt sem áður eru þær báðar afsprengi eigin menningar og ná engum raunverulegum tökum á Lenna. Hann „Kom hingað: Lenni. Fer héðan: Sonur ljóssins.“ (11) Hann er staðfastur og ákveðinn um leið og hann er háður frumkvæði kvenna. - Þá förum við, sagði Lúna og svo ókum við af stað. Ókum af stað upp aðalgöt- una [... ] fram hjá og fram hjá og burt, heim, heim til íslands sem beið okkar. Og það var einsog ég heyrði afa hvísla því í eyrað á mér að auðvitað hefði mér tekist þetta, fólki tækist alltaf það sem það ætlaði sér. Fólk lætur alltaf draumana sína rætast, nafhi minn (235-6). Lenni leggur af stað í langferð og texti Vigdísar lýkst upp um leið og hann lokast í Hjarta tungl og bláir fuglar. Dulmagn náttúru- og forlagatrúar renna saman í verkinu þar sem innsæi og hyggjuvit fólks, sérstaklega kvenna, er óháð stað. íslensk stokka- og steinatrú, álfa- og draugatrú er það sem ræður lögum og lofum í þessum miðjukafla þríleiksins, auk virðingar fyrir mætti náttúruaflanna, en hvorki óútskýranleg ævintýri eða andatrú eins og talið hefur einkenna töfraraunsæið. Afinn álítur að það sé „blóðið sem skiptir máli“ (71) og það er uppruninn sem kallar á Lenna yngri, eða ef til vill óvissan um upprunann. í síðasta kafla þríleiksins, Þegar stjarna hrapar, kveður við nýjan tón. Frásagnir og lýsingar víkja fyrir greinandi uppljóstrunum, lausn ráðgátu og leit. En það er ekki leit Lenna að eigin uppruna sem verður viðfangs- efni höfundar, heldur leit sögupersónanna allra, með lögregluna í farar- broddi, að skýringum á því hvernig og hvers vegna „Ungum manni skol- aði á land um nótt í nóvember. Það bar enginn kennsl á beinin svona fyrst í stað og það sváfu allir fuglar“ (8). Lesandinn er að nýju fluttur í Laugarnesið og leiddur í allan sannleika um afdrif ættingja, kunningja og vina Lenna eldri og Rósu. Það leggjast margir á eitt um að segja söguna og sjónarhornið er margbrotnara en í fyrri tveim þáttum þríleiksins. Spennusögustíllinn leysir ferða- og þroskasögustílinn af hólmi og at- hyglin beinist að lausn margslunginnar gátu. Raunveruleikinn er hér blá- kaldari og dulmagnið allt takmarkaðra. Frásögur af æskuástum Lúnu og Rósu og tvíburanna Brúns og Blás, TMM 2004 • 2 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.