Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 36
HólmfrIður Garðarsdóttir eða Kjartans og Ólafs, eru sagðar. Æviferill Róberts (föður Lenna og fóstra og föður Rósu), konu hans Helenu og tvíburanna sem Róbert gengur í föður stað er rakinn, auk þess sem inn í söguna fléttast aðrar persónur sem samtímis flækja og útskýra gang sögunnar. Rannsóknar- lögreglumanninum Kjartani er komið íyrir í miðju verksins og hann veltir fyrir sér tengslum atburða og persóna og spyr sig hvað sé eiginlega að í þessum heimi (11). Á sama tíma fá íbúar Madridar í Nýju Mexíkó engar fréttir af endur- fundum Lenna við fólkið sitt og einu skilaboðin sem berast eru eftir ósýnilegum brautum sem einungis innsæi eða næmni kvennanna í Madrid getur tekið á móti. Flora lýsir ljósagangi á himni í bréfi til Lúnu og Rósíta heyrir hvíslað í nóttinni: „Ég get ekki andað. Það er ekkert líf án þín, mamma mín. Allt sem ég leitaði að var ekki hér. Hér flæðir bara yfir mig sjórinn. Hér er ekkert nema sjórinn." [...] Það var einsog ég frysi í sporunum. Síðan var einsog ég væri slegin í andlitið, tekið væri fyrir kverkar mér og hert svo fast að mér fannst ég vera að líða í burtu. En þá var sleppt og öll skynjun mín varð aftur skýr. (86) Eftir þessa reynslu yfirgefur Rósíta Madrid og heldur af stað til íslands í leit að syni sínum. Hún kemst fljótt að því að hann hafði komið til lands- ins og dvalið hjá Lúnu en farið þaðan án þess að komast til föður síns. Fram á sjónarsvið sögunnar kemur Viktoría Jónsdóttir, öfundarkona Lúnu og æskufélagi þeirra Rósu, sem trúir bara því sem hún tekur á og sér með eigin augum (20). Það fellur í verkahring Viktoríu og vinkonu hennar, skáldkonunnar Dídíar, að veita nýja innsýn í fortíðina, magna upp spennuna og flækja um leið söguþráðinn. Áhrif og völd Dídíar, sem „þegar [er] byrjuð að skrifa þriðju bókina [...] og hún hefst sannarlega ekki á morði“ (184), verða ljós þegar hún heldur því fram að það sé hún sem gefur Viktoríu „líf og afl til að stytta mér stundir, leika við mig og hjálpa mér að breiða yfir sorg mína“ (191). Þekking hennar á efniviðum fyrri þátta þríleiksins kemur fram þegar hún opinberar vitneskju sína á smáatriðum úr lífi Rósu og þegar hún reynist hafa verið sú „sem fékk upphaflegu hugmyndina að heimkomu Lenna“ (183). Smám saman rennur upp fyrir lesandanum að Dídí, sem dvelur við skriftir „í öllu sínu frelsi úti í París“ (214), er örlagavaldur sögunnar, og þótt hana langi nú að skrifa nýja byrjun á hana þá er sagan „löngu byrjuð og ekki hægt að stöðva hana“ (214). Textinn er orðinn til og glæpurinn framinn, og það var Viktoría sem varð að „líta undan“ á meðan Dídí framdi hann (214). í ringulreiðinni biður Dídi um leyfi til „að mega mis- stíga sig“ um leið og hún kveikir á tölvunni og byrjar að skrifa síðasta 34 TMM 2004 • 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.