Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 44
Böðvar Guðmundsson „Þar skall hurð nærri hælum,“ sagði Davíð í Múla, sem sagði þessa sögu þegar hann kom á framboðsfundinn í haust. „Stórhættulegt helvíti!“ Og svo eiga þessir lampar til að kveikja í húsinu, einhver maður í annarri sveit missti lampa á gólfið og olíupelinn fór í mél og mask og logandi olían flóði um húsið sem auðvitað brann til kaldra kola. Passa að lampinn ósi ekki og börn mega aldrei hreyfa við log- andi ljósi. Það er skelfing dauft ljós sem þessir lampar gefa, einhver munur eða rafmagnsljósin á Bakka. Þar er rafstöð, Húsagilið virkjað, hvernig sem það var nú hægt. „Af hverju er bæjarlækurinn ekki virkjaður?“ spyr Ólafur pabba sinn. „Ja, það er nú verkurinn,“ svarar Jóhannes á Bóli. „Það er víst lítið vit að virkja lækjarsytru sem þornar upp á hverju sumri.“ „Hvernig var þá hægt að virkja Húsagilið á Bakka.“ „Það er svo miklu meira vatn í því,“ svarar Jóhannes. „Það þrýtur hvorki í þurrkum né frosti.“ Á Bakka er allt miklu meira en á Bóli. En framfarirnar eru nú samt á leiðinni, jafnvel að Bóli. Einn góðan veðurdag þegar tíminn hefur staðið lengi kyrr kemur mikill kassi með mjólkurbílnum. Hann er svo þungur að Jóhannes ræður ekkert við hann einn og fær Guðjón í Skarði til að hjálpa sér að drösla honum heim á hlað. „Þetta verður allt annað líf,“ segir Jóhannes, „og nógur er nú vindurinn.“ En Guðjón trúir ekki á framfarirnar. „Það er lítið vit í þessu,“ segir hann. „Rokið rífur þetta með sér eins og allt annað. Nær að fá sér góðan lampa.“ „Þetta er framtíðin, maður,“ svarar Jóhannes. „Og hver hefði trúað því að framtíð Islands byggi í vindinum?“ Þetta fmnst Guðjóni ekki svaravert og fær sér duglega í nefið. Svo fara þeir inn í bæ að drekka kaffi hjá Sólu og Jóhannes kveikir í pípunni og Guðjón fær sér affur í nefið og halda áfram að jagast í bróðerni um gildi framfaranna. En tíminn nemur þó ekki staðar. Daginn eftir kemur Benedikt á Hjalla. Það er frost og jafnfallinn snjór og Benedikt gengur á 42 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.