Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 45
Tími, ljós, ótti skíðum á milli bæjanna og ber smíðatólin í bakpoka. Og ekki nóg með það, eftir nokkra kaffibolla fer hann upp á háaloft og tekur úr annan stafngluggann og borar göt á stafnbitana og boltar saman pall úti á stafninum úr gildum battingum. Síðan setur hann glugg- ann aftur á sinn stað. „Er þetta mannhelt?“ spyr Jóhannes dálítið kvíðinn. „Það geta minnst íjórir stigið dans á pallinum meðan hann er ófúinn,“ svarar Benedikt. Nú gerist nýtt ævintýri á hverjum degi. Benedikt opnar kassann mikla með kúbeini og upp úr honum koma undarleg stórvirki, eitt kalla þeir turninn, annað kalla þeir stélið, þriðja dýnamóinn, fjórða vænginn og fimmta hemilinn. Jóhannes fer upp á þak og hefur vafið um sig reipi, hann er svo- lítið lofthræddur og fetar sig varlega upp stiga sem þeir hafa lagt á þakið, þegar hann er kominn upp á mæninn sest hann þar klofvega og mjakar sér alveg frarn á stafnbrúnina við pallinn, bregður reip- inu um bita í pallinum og lætur reipisendana falla til jarðar, klifrar svo sömu leið til baka. Síðan binda þeir annan reipisendann í rim í því sem þeir kalla turninn og toga svo í hinn endann og turninn mjakast upp með húsgaflinum, alveg upp að pallinum. „Hvernig í andskotanum eigum við að koma þessu upp á pall- inn?“ spyr Jóhannes. „Nú förum við báðir út á pallinn og togum turninn upp á hann,“ svarar Benedikt og er hvergi smeykur. Og enn hefst glæfraferð upp þakstigann og eftir mæninum og síðan út á pallinn, Jóhannes sest klofvega á einn pallbitann og krækir saman fótunum, Benedikt stendur gleiður hjá og það er ekki alveg laust við að honum sé skemmt. En upp á pallinn drösla þeir ferlíkinu og Benedikt boltar það niður í pallinn meðan Jó- hannes mjakar sér aftur niður. Það eru svitadropar á enni hans þegar hann fær aftur jörð undir il. Benedikt lætur síðan annan reipisendann síga til jarðar og Jóhannes bindur stélið í hann. „Þú verður að koma upp og halda þessu meðan ég festi það,“ kallar Benedikt, og enn má Jóhannes hætta lífi sínu eftir mæninum og út á pallinn. Síðan lyfta þeir stélinu upp á turninn og Jóhannes rígheldur sér í þverbita í honum og reynir að hemja stélið með hinni hendinni meðan Benedikt skrúfar og skrúfar. TMM 2004 • 2 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.