Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 46
Böðvar Guðmundsson Það er hægur andvari af norðri og vægt frost sem er líka eins gott því báðir verða að vera berhentir mestan tímann og nú situr stélið á sínum stað en þá gerist skyndilega nokkuð óvænt, kaldur vind- sveipur þyrlar upp skrúfu af lausamjöll niðri á jörðinni og stélið sýnir að það er ekki allt þar sem það er séð, það vindur sér snarlega undan vindáttinni og slær þá báða í leiðinni svo Benedikt missir skrúflykilinn og er rétt hrotinn út af pallinum, skinnhúfan lemst af Jóhannesi sem læsir báðum örmum um turninn og reiknar ekki með lengra lífi. En þetta var bara einn vindsveipur og hann logn- ast útaf, þeir ná aftur jafnvæginu og Benedikt segir að þeir verði að bregða reipinu um stélið og halda því föstu meðan hann festi dýnamóinn við það. Honum er ekki lengur skemmt. Þeir binda stélið og fikra sig síðan báðir niður af þakinu loppnir og kaffiþurfi. Að kvöldi þessa dags situr rellan fullsköpuð á sínum stað. Hún er komin að Bóli alla leið frá Illinois í Ameríku til að lýsa upp myrkrið og forða fólki frá köfnun í lampaósi. í þeirri hættu verður fólk þó að þrauka enn í nokkra daga meðan Benedikt leggur leiðslur í hvern krók og kima, festir perustæði í loft og veggi, setur slökkvara og innstungur á rétta staði, tengir, skrúfar og þræðir. Galdrameistarinn sá. Loks er svörtum ferlíkjum raðað saman á háaloftinu innan við gluggann sem forðum var tekinn úr við pall- smíðina, þeir heita geymarnir og í þá skal ljósið sótt þegar ekki blæs. Úr hemli rellunnar hangir langur vírstrengur með lykkju á endanum sem er krækt á sextommu sem Benedikt rak inn í bita í gaflinum í seilingarhæð. Þegar allt er tengt sem tengja skal krækir hann lykkjunni af sextommunni, það er sama blíðan og síðustu daga, hægur norðanandvari og vægt frost. Vængur rellunnar fer að snúast, þau standa þarna öll og horfa á undrið, Fríða gamla, Sóla og Jóhannes, Jóhanna og Ólafur, jafnvel Kári sem er óþolandi og skilur ekki mikilvægi stundarinnar. Það er enn ljós dagur og þó svo að þorradagarnir séu ekki langir er langt að bíða rökkursins að þessu sinni. En það kemur og þá er fyrsta ljósið kveikt. Því líkt ljós! Tuttugu og fimm kerta peran lýsir tvisvar sinnum meira en allir olíulamparnir, jú framtíð íslands býr í vindinum. En það má ekki leika sér að ljósinu. Logandi ljós er ekki barna- meðfæri og það er rafmagnsljós víst ekki heldur. Kári sem er óviti hefur óséður klifrað upp á stól um kvöldið og náð upp í slökkvar- 44 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.