Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 57
Tunglskinsmiólk
Þótt Dagur kasti þannig mánagyðjunni fyrir borð í Milljónaævintýrinu
yrkir hann til tunglsins síðar, í Rógmálmi og grásilfri, um þess breytilegu
form og hræranlegu tíðir, ljóðið „Túnglsýki“. Þetta er rammislagur og
galdraþula, hreinræktuð forneskja, sýnir afar auðugt orðfæri og hárná-
kvæmt málskyn. Enda var Dagur handgenginn Eddukvæðum.
er hverfist á ný
breytist í bjúghníf
í blikandi öxi
í skarðan skjöld
er skjótt verður heill
skín á skepnur
skerðist öfugt
æxlast í öxi
úr öxi í hnífsblað
dofnar og deyr
og dauður lifnar
hárfínt hálmstrá
er hverfist á ný
Ef til vill má ganga svo langt að segja að dultrú hinnar hvítu tunglgyðju,
sem Dagur tileinkaði sér og lagaði að veruleika sínum búi undir öllum
hans ljóðaheimi og hugmyndum um heiminn. Hún nærir ofsafengið
andóf hans gegn nútímahugsun og nútímalífi sem hefur rutt burtu innri
einingu allra lifandi hluta og einskonar sameiningarkennd, með vísinda-
legum þankagangi og rökhyggju ásamt dýrkun efnislegra gæða. Það
blandast síðan marxískum hugmyndum. En líklega er of mikil breidd í
hugmyndafræði Dags og uppreisnarandi til að hann hefði nokkurn tíma
getað beygt sig undir ákveðna línu, hvorki í pólitískum skilningi né að
öðru leyti. Hann stendur þrátt fyrir allt í svipuðum sporum og rómant-
ísku skáldin í Frakklandi á dögum Baudelaires: að berjast við að finna
samræmi á milli hins forna og nýja, „endurskapa þá heildarhyggju sem
glataðist eftir endurreisnina með tilkomu nútímavísinda“, eins og segir í
ævisögu Baudelaires. Þegar sá hugsanagangur leið undir lok sem byggði
á innsæi, táknsæi og myndlíkingum.
En hlutskipti skáldanna er jafnvel enn bágara á síðari hluta tuttugustu
aldar þegar búið er að búta kirfilega niður öll fyrirbæri mannlífs og nátt-
úru og setja í aðskilin hólf.
* * x-
TMM 2004 • 2
55