Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 63
Tunglskinsmiólk
Maður á að baða sig uppúr gröfinni
og skoða hrokann yfir sér
gegnum lokaða jörð.
Þá lærir maður að meta.
Lærir að tala, lærir að vera.
Kannski verðum við ekki jafn vitlaus.
Kannski verðum við ekki jafn gáfúð.
Við munum læra að deyja.
Að vera ryk, að hafa ekki augu.
Að vera gleymt nafn.
Lokaorðin hafa áreiðanlega höfðað til Dags og hann jafnvel lagt sig eftir
þeim.
Trúið mér ekki frekar en þið viljið.
Ég vildi bara benda ykkur á dáltið.
Ég er prófessor lífsins,
flökkustúdent dauðans,
og nýtist ykkur ekki þessi fræði,
þá hef ég ekki sagt neitt nema allt.
* * *
Varla er hægt að hugsa sér ólíkari menn en þá Dag og Vallejo sem kom
frá Perú. Og samt hafði hann áhrif á ljóðagerð Dags. Vallejo var hlé-
drægur, angistarfullur og trúhneigður, í andófi gegn guði. Hann var
stöðugt í vörn gagnvart umhverfí sínu, bjó bláfátækur í París á tímum
kreppu og blóðugrar borgarastyrjaldar á Spáni. En hann tjáði varnar-
leysi mannsins á frábæran hátt í ljóðum sínum. Kraftmikið orðfæri Dags
skýtur örlítið skökku við í ljóðinu „Múgur“, sem hann þýðir eftir Vall-
ejo, og undirstrikar ólíka afstöðu Dags til umhverfisins, ólíkan uppruna
hans og tengsl við heiðni og hetjuskap í fornbókmenntunum og sög-
unni.
Áhrif Vallejos á Dag eru meiri en ætlað verður vegna þess hversu ólíkir
menn þeir eru. Það má meðal annars sjá af ljóði Dags, „Maður manni
maður“:
Hver getur sagt: Ég
sjálfur?
Ég?
Og fundið til
sín?
TMM 2004 • 2
61