Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 64
Berglind Gunnarsdóttir Ánþessað eiga við samtíning af skrani? Hver geingur á jörðu faðmaður af himni og hittir í alvöru fólk og fyllist af fólki dýrum grösum og grjóti sól túngli og stjörnum skýjum og regndropum milli himins og jarðar hérnamegin í þessu lífi haugafullur af kossmosa? Það er sterkur svipur með þessu ljóði og ljóðinu „Himinn og jörð“ eftir César Vallejo. Ég ætla mér ekki að bera þessi ljóð saman eða sýna hvað er líkt og ólíkt með þeim, aðeins benda á hið augljósa, notkunina á spurn- arfornafninu „hver“. Það er ákaflega sterkt tæki í ljóðunum báðum og ber uppi merkingu þeirra og áhrifamátt. Hver á ekki blá föt? Hver borðar ekki morgunverð og fer síðan með sporvagni, Með sígarettu í munni og kvöl í brjóstvasanum? Ég sem er fæddur svo einmana! Ég sem er fæddur svo einmana! Hver skrifar ekki bréf? Hver ræðir ekki mjög mikilvægt efni Og deyr ekki samkvæmt venju og grætur ekki þegar við á? Ég sem aðeins hef fæðst! Ég sem aðeins hef fæðst! Hver heitir ekki Carlos eða eitthvað annað? Hver kallar ekki köttinn kött? Ó ég sem aðeins hef fæðst svo einmana! Ó ég sem aðeins hef fæðst svo einmana! (Þýðandi Jóhann Hjálmarsson) Hinn sári tónn og bitri broddur í ljóðum Césars Vallejos ristir djúpt. Stundum dýpra en afborið verður. Ljóðaheimur Dags hefur sterka skír- skotun í þessa tilfinningu Vallejos, svosem í ljóðið Byrði. 62 TMM 2004 • 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.