Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 65
Tunglskinsmjólk
Fullkomið. Auk þess lífi
Fullkomið. Auk þess dauði!
Fullkomið. Auk þess allt!
Fullkomið. Auk þess ekkert!
Fullkomið. Auk þess heimur!
Fullkomið. Auk þess duít!
Fullkomið. Auk þess Guð!
Fullkomið. Auk þess enginn!...
Fullkomið!
(Þýðandi: Jóhann Hjálmarsson)
Báðir yrkja um öfugmælin í tilverunni sem stendur á haus, en öfugmæla-
kvæði eru algeng í alþýðukveðskap víða um lönd. í „Þjóðvísu" segir
Dagur:
Þorskurinn veiðir sjóara í hrönnum
og sígarettan reykir mig
meðan íjöllin flytja trú
Raunar yrkir hann til Æra-Tobba, („Takk takk Tobbi“), hefur enda
fundið til skyldleika við hann. Ég skynja líka sterk tengsl við skáldkonuna
Látra-Björgu, sem lifði á átjándu öld, og kjarnyrtan og magnaðan skáld-
skap hennar. Hún var ákvæðaskáld og förukona og lenti oft í stríði við
menn og yftrvöld á sínum vergangi. Líka mætti benda hér á Þórberg
Þórðarson með sínar „Fútúrísku stemmningar“.
Eitt enn eiga Dagur og Vallejo sameiginlegt: báðir yrkja um dauðdaga
sinn. Kvæði Dags, sem birtist í Milljónaævintýrinu, er miklu lengra og
tónninn annar, hæðnari og borubrattari; hann snýr vörn í sókn, gefur sig
ekki jafn sterkt á vald dapurleikanum. Enda yngri en Vallejo sem hefur
fundið endalokin nálgast.
Haustnótt eina
að nýafstaðinni skúr
geispa ég golunni
Dagur lýsir því síðan hvernig farið verður með skáldskapinn eftir sinn
dag, allur slitinn úr samhengi, bútaður niður og eyðilagður. Segja má að
með þessu ljóði slái Dagur úr hendi manna sérhverja tilraun til að túlka
TMM 2004 • 2
63