Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 67
Tunglskinsmjólk
Að minnsta kosti ekki skáld eins og Dagur.
í bók sinni um Arthur Rimbaud, The Time of the Assassins, rekur
Henry Miller afdrif skáldsins. Skáldið er vera úr fjögurra vídda heimi sem
er dæmd til að lifa í veröld með þremur víddum. Hún lifir í heiminum
en er ekki heimsins. Köllun hennar er að seiða menn til að skynja hversu
heimur þeirra er takmarkaður. En aðeins þeir fylgja kallinu sem þegar
hafa lifað til fulls og tæmt alla möguleika þriggja vídda heimsins.
Eins og Rimbaud risu öll mestu skáld og hugsuðir á 19. öldinni gegn
borgaralegri tilveru, þæginda- og efnisdýrkun hennar, heimsku hennar
og rangsleitni. En samtími þeirra taldi þau vera haldin djöfullegum anda.
Þetta voru menn eins og Nietzsche, Strindberg, Dostojevsky. Að ekki sé
talað um kvenskáldin sem sífellt hafa þurft að berjast gegn útsmoginni
viðleitni til að takmarka svigrúm þeirra og frelsi. Sum skáldin hafa flúið
hina slítandi baráttu inn í heim nautnasýki og svæff fegurðarþrá sína
með deyfilyfjum af ýmsum gerðum, en náð samt að vinna merkileg af-
rek. Önnur hafa búið um sig í öðrum heimum innri útlegðar, ósýnileg
öllum.
Dagur veit að hann verður að verja frelsi sitt hatrammlega: frelsi fyrir
útgefendum, fyrir ritdómurum, fyrir fjölmiðlum, fyrir slúðurmaskínu
hins fámenna, íslenska samfélags. Frelsið verður honum æðsta takmark
og keppikefli í lífinu. Og það verður honum jafnframt mesta áþján. Hann
var af þeirri tegund skálda sem líta á listina sem sína einu köllun sem
tekur til allra hluta, skálda sem spyrja eilíflega spurninga, sem gagnrýna
allt. Hann kemur í því tilliti í beinni línu frá frönsku skáldunum Bau-
delaire og Rimbaud og hlýtur að lenda í gagngerri uppreisn og andstöðu
við borgaralegt samfélag um miðja tuttugustu öldina.
„Nútildags“ heitir sú menning þar sem snákurinn, ljónið og örninn lenda í
sirkustjaldinu; uxinn, laxinn og villisvínið í niðursuðuverksmiðjunni; skeiðhest-
urinn og mjóhundurinn á veðhlaupabrautinni og lundurinn helgi í sögunarverk-
smiðjunni. Þar sem litið er niður á tunglið sem útbrunninn fylgihnött jarðar-
innar... [og] þar sem næstum allt má kaupa nema sannleikann og alla nema
sannleiks-hundelt skáldið...
Hvernig leyfi ég mér, muntu segja, að vara þig við því að tunglgyðjan krefur þig
annaðhvort um allan tíma þinn eða engan?
Dagur hlýddi kallinu sem fólst í þessari áskorun Roberts Graves í formála
að The White Goddess, þrátt fyrir dauðaskammtinn af lífi sem það færði
honum. Sagt er að hann hafi rammað inn síðasta launaseðilinn sinn.
Henry Miller gagnrýnir Rimbaud fyrir að krefjast ótakmarkaðs frelsis
án þess að axla ábyrgð þess og bendir á að menn vinni sér það inn smám
TMM 2004 ■ 2
65