Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 68
Berglind Gunnarsdóttir saman; það sé löng og harðsótt barátta. (Útópíu strax! heimtar Dagur aftur á móti.) En Miller bendir líka á að tímarnir séu að breytast og svo snemma sem bók hans kemur út (1946) reynist hann merkilega glögg- skyggn á framtíðina. Hann sér þá þegar að skáldum verður lítt vært í heiminum. Hið forna skjól þar sem Rimbaud bjó um sig með leyndarmáli sínu er óðum að hrynja. Sérhver einstaklingur sem stingur í stúf verður svældur fram í dagsljósið. Hin útúrborulega vera með sinn dularfulla krankleika verður upprætt úr sínu sér- staka vígi... Hverju skiptir þó einhverjir furðulegir karakterar eigi við innri óró- leika að stríða; þeir sem ekki geta aðlagast, sem eima ilmefni úr þjáningu sinni... En þrátt fyrir framsýni sína og nánast forspá hefur Miller tæpast getað gert sér í hugarlund þær gífurlegu breytingar sem hafa orðið undanfarin ár og skapa ískyggilegt ástand fyrir skáldskapinn og kannski alla mann- lega sköpun. Þegar reikningsmeistarar markaðshyggjunnar „dílítera“ alla mystík og setja „athöfnina“ berstrípaða á stall án anda eða inntaks. Enska skáldið Shelley sem var uppi á rómantíska tímabilinu á undan Baudelaire, bendir á í stórmerkri varnarræðu sinni fyrir ljóðlistina, „A defense of poetry“, að öll fræði, öll þekking og vísindi eigi skáldskapnum að þakka tilvist sína, það er að segja, hinum skáldlega aflvaka ímyndun- araflsins, „the poetic faculty“, sem geti birst í ýmsum myndum og ólíkum listformum. Hann segir ljóðlistina vera afsprengi ímyndunaraflsins og samrunna sjálfum uppruna mannsins. Varðandi þá sem sýna ljóðagerð- inni fálæti eða fjandskap og telji önnur fræði og þekkingu nytsamlegri kallar hann það að menn heimti eggið á undan hænunni. Og hann segir: Ljóðagerð er aldrei brýnni en á tímum þröngsýnnar tölvísi þegar magn ytri, efn- islegra gæða fer fram úr getu manna til að aðlaga það innri lögmálum mannlegrar náttúru. Þá stendur efnið þversum fýrir því sem gefur því líf. Dagur orðar þetta með sínum hætti: Sjónarmið fagurkerans er annað en tæknikerans. Og Shelley enn frekar: Poets are the unacknowledged legislators of the world. 66 TMM 2004 ■ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.