Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 73
Heimur Sigrúnar í seinni bókinni fara börnin ekki inn í hugsanablöðruna. Halla hugsar um Sigvalda krókófil og Eyvindur sprengir blöðruna hennar og Sigvaldi fellur niður til jarðar. Sigrún gerir oft þá kröfu að lesendur lesi myndirnar til að fá botn í sögur hennar. Þriðja bók hennar, Gleymmérei (1981 og endurgerð útgáfa 1996) er ljóðskreytt af Þórarni Eldjárn og er eina íslenska flettimynda- bókin. Þar segir frá telpuhnátunni Gleymmérei sem lendir í stökustu vandræðum þegar mikilvæga hluti vantar í það sem hún er að gera. Bókin er afar hugvitssamlega hönnuð. Á hverri opnu er mynd af stelpunni vinstra megin en hægra megin er botnlaus vísa sem lýsir því sem stelpuna vantar, t.d. kopp, stígvél, sleikipinna eða axlabönd. Barnið sem hlustar á upplesturinn þarf svo að lesa í myndirnar og botna vísuna með rímorði eða orðum og leysa gátuna um leið. Lausnin er þó ekki langt undan því hægri síðan flettist út frá miðju og lausnin birtist, bæði í mynd og texta. í nýlegri verkum, t.a.m. í myndabókunum um Málfríði, Skordýraþjónusta Málfríðar (1995) og Málfríður og tölvuskrímslið (1998) þarf einnig að lesa í myndirnar til að skilja alla söguna. Víða eru setningar og orð á skiltum sem gaman er að lesa en einnig brýtur hún textann upp með því að sýna okkur minnisbók mömmu Málfríðar. Síða úr henni er birt í mynd á 11. opnu en er í raun hluti af textanum. Fyrir krakka sem eru nýbyrjuð að læra að lesa verður úr þessu skemmtilegur leikur, því þau ráða oft við að lesa á skilti eða í talblöðrur þótt þau geti ekki enn lesið texta sagnanna. I bókinni Talnakver (1994) sem Þórarinn Eldjárn ljóðskreytti er að finna sögu sem er nánast aðeins til á myndunum. Vísur Þórarins fjalla um tölurnar og gildi þeirra og eru vissulega tengdar við myndefni hverrar opnu en með því að skoða myndirnar eingöngu má lesa sögu af krökkum sem fara í afmæli og skemmta sér konunglega. I mörgum bóka hennar má líka finna litlar verur, köngulær, mýs, gangandi banana og annað sem gaman er að leita uppi og gerir það að verkum að ungir lesendur skoða bækurnar af meiri athygli en ella. Þessar litlu fígúrur stuðla þannig að virkari myndlestri. Hvað veistu um heiminn? Margar góðar myndabækur vísa út fyrir sig með texta og myndum. í fyrstu bókum Sigrúnar má finna ógrynni hugvitssamlegra vísana. Aðal- persónur bókanna heita t.a.m. eftir þekktum persónum í bókmenntasög- unni, Fjalla-Eyvindi og Höllu. Þjóðhildur, eldgömul kona sem krakkarnir hitta á ferðum sínum, talar um að hafa þekkt Njál á Bergþórshvoli og hafa verið skotin í „Gunnari á Hlíðarenda þótt ótuktin hún Hallgerður TMM 2004 • 2 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.