Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 74
Margrét Tryggvadóttir krækti í hann“!i Hún segist einnig vita hver samdi Njálu (en „það er leyndó“). Þá dregur hún fram bók og á eftir fylgir bein tilvitnun í Þjóð- sögur Jóns Árnasonar. Einnig er borgarlandslag Reykjavíkur vel þekkjan- legt á myndunum og víða sjást þekktar byggingar og kennileiti s.s. Tjörnin, Hallgrímskirkja, Iðnó og gamli iðnskólinn við Tjörnina. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að ungir lesendur sögunnar skilji allar þessar vísanir eða þekki sig á söguslóðum en það kemur ekki að sök, sagan stendur fyrir sínu og höfundur gætir þess að þessi atriði trufli aldrei flæði sögunnar. Merkingaraukarnir verða þarna enn þegar börnin hafa þroska og forsendur til að skilja þá. Geri þau það bætist við heill merkingarheimur. Fyrir fullorðna lesendur eru þessar vísanir frábærar og til þess fallnar að auka áhuga þeirra á lesa bækurnar fyrir smáfólkið. Það vill nefnilega oft gleymast að myndabókin er bókmenntaform fyrir tvo lesendahópa. Hún er skrifuð fyrir ólæs börn og á að höfða til þeirra með efni sínu og efnistökum. Það er hins vegar fullorðna fólkið sem þarf að lesa bækurnar og ef þeim finnst þær leiðinlegar lenda þær ósjálfrátt uppi í efstu hillu þar sem börnin ná ekki til þeirra. Þess vegna tala góðar myndabækur ávallt til þessara tveggja lesendahópa og með tveimur miðlum, myndum og texta. Vísanirnar í Draugasúpunni (2002) eru hins vegar flestar sérsniðnar að forþekkingu barna. Mest áberandi eru vísanir í Rauðhettu en í sögunni halda þau Harpa og Hrói í sendiferð með köku og vín inn í skóg. Það er þó ekki amma sem á að njóta veiganna heldur Hrollfríður frænka Hörpu. Auðvitað hitta þau úlf sem spyr þau hvort þau séu á leiðinni til ömmu. „Ha, ha! Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að plata okkur, við erum ekki nærri eins vitlaus og Rauðhetta. Við þekkjum alveg ömmur frá úlfum“, segir Harpa111 og eftir nokkurt þóf halda þau þrjú áfram inn í skóginn og síðar slást fleiri furðuverur úr skóginum í för með þeim. Eðli úlfsins er þó samt við sig og Harpa á eftir að falla í sömu gildru og Rauðhetta þegar hópurinn gengur fram á tvö misvísandi skilti sem bæði þykjast vísa veg- inn til Hrollfríðar frænku. Úlfurinn stingur upp á því að hann fari aðra leiðina en Harpa, Hrói og þau hin tíni blóm í skóginum en haldi svo hina leiðina. Það finnst Hörpu snilldarhugmynd. Þau átta sig þó um síðir og flýta sér heim til Hrollfríðar sem stendur yfir pottinum og er að sjóða súpu. Inni í rúmi sefur úlfurinn með nátthúfu á höfði. „HROLLFRÍÐUR FRÆNKA! Af hverju ertu með svona STÓR EYRU ... og AUGU ... og MUNN!?“iv æpir Harpa en svarið sem hún fær er „Það er alls ekki kurteis- legt að gera gys að útliti fólks! Ég hef alla tíð verið fremur stórskorin í andliti og mér finnst það bara í góðu lagi!“v 72 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.