Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 77
Heimur Sigrúnar látið sig dreyma um. Hún er fullorðin manneskja eins og ungir lesendur myndu vilja vera: Hress, skemmtileg og alltaf til í að leika sér. Þá má víða finna boðskap sem umhverfisverndarsinnar yrðu hrifnir af. f Allt í plati fylgjumst við með Krókófílunum hjúkra þorskum sem hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun í sjónum því „það eru engin takmörk fyrir því hvað mannfólkinu dettur í hug að kasta í sjóinn, alls konar eitri, olíu, herðatrjám, plastbrúsum, tyggjói og gömlum gleraugum.“viii Stundum gera persónur Sigrúnar líka grín að boðskap hefðbundinna barnabóka. „Það er [ ... ] góð regla AÐ BORÐA ALDREI VINI SÍNA!“1X segir Hrollfríður frænka og það er alveg satt. Leikur með tungumálið Eitt af því sem maður fær ekki nóg af í bókum Sigrúnar er hvernig hún leikur sér með tungumálið. „Skóflið þessu í ykkur!!“ segir Þjóðhildur í Allt í plati þar sem hún stendur fyrir framan mannhæðarháa rjómatertu og réttir þeim Höllu og Eyvindi skóflur 1 fullri stærð. í Kynlegur kvistur á grænni grein kynnast Harpa og Hrói furðulegu systkinunum og skógarbúunum Kvisti og Greinaflækju. Orðfæri Kvists einkennist að miklu leyti af myndmáli skógarins. Hann notar til dæmis orðið greinilega oftar en flestir aðrir sem og önnur orð sem fela í sér orð- myndina „grein“. Greinaflækja er t.d. greinagóð stúlka þótt sérgrein hennar sé að hrekkja gamalt skógarskrímsli og koma sér í vandræði í stað þess að festa rætur eins og til er ætlast. í Draugasúpunni segir hauslausi maðurinn að „höfuðatriðið [sé] að halda haus“, en beinagrindinni finnst „beina leiðin [ ... ] áreiðanlega best“.x Þá hefur enn ekki verið fjallað um það hvernig persónum er lýst með orðfæri sínu. Mamma Málfríðar er feykilega gömul kona. Aldur hennar er mjög á reiki en mál hennar er gamaldags og sker sig frá öðrum texta bókarinnar. „Það eru öll tormerki á því að Málfríður geti gengið til leiks með þér. Ég ræ nú að því öllum árum að koma henni út í atvinnulífið. Hún þarf að fara að vinna fyrir sér, eiga til hnífs og skeiðar,“xi svarar hún Kuggi þegar hann kemur að spyrja eftir dóttur hennar. í bókunum um Teit tímaflakkara (1998-2001) ferðast Teitur bæði fram og aftur í tímann. f fortíðinni kynnist hann Narfa sem talar forn- mál: „Vér höfum engu að tapa ... allt að vinna! Og munum vér vera þau einu sem getum bjargað vorri jarðarkringlu og mannkyni öllu fyrr og síðar!“xii segir hann í hita leiksins. Teitur eignast líka vinkonu í framtíð- inni, Stellu. Hún talar framtíðaríslensku sem er gegnsýrð öllum þeim ambögum sem víða er að finna í fjölmiðlum nú á tímum. „Hvað ertu að TMM 2004 • 2 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.