Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 85
Stóra bollan
þeirra. Ásakanir um stórfelldar greiðslur Jóns Ólafssonar til Reykjavíkur-
listans eru settar fram í dylgjustíl án þess að nein haldbær rök séu færð
fyrir þeim. Málið allt einkennist af þráhyggju út af persónu Jóns Ólafs-
sonar og samsæri hans með pólitískum andstæðingum Davíðs.
III
í fyrrnefndu DV viðtali segir Davíð sig ekki vera aðdáanda „þess sem ég
kalla guðlausan kapítalisma sem sér ekkert nema græðgi“. Forsvarsmenn
þessa „guðlausa kapítalisma“, Jón Ólafsson og Baugsfeðgar - ásamt
fleirum kannski - eru samkvæmt Davíð í „samsæri“ gegn honum og hans
flokki:
Sigmar: „En ertu þá að segja að það séu einhver bein tengsl á milli Samfylkingar,
Baugs og Fréttablaðsins og allt þetta krulli saman einhvern veginn gegn þér og
þinni ríkisstjórn og þínum flokki?“
Davíð Oddsson: „Ég horfi nú bara á þetta svona eins og lesandi og svona úr fjar-
lægð eins og þið getið gert. Og mér finnst eins og ég sagði í morgun alveg aug-
ljóst að þessi öfl, þeim er mikið í mun að koma mér í burtu, koma mér frá og
reyna heldur að koma sér upp stjórnmálamönnum hér sem fara eins og ég
sagði þægilegar í vasa heldur en ég geri.“
Sigmar: „Þarftu ekki að sanna þetta með einhverjum hætti...“
Davíð Oddsson: „Nei, ég þarf ekki að sanna þetta, þetta liggur svo beint fyrir. Þú
þarft bara að horfa á Stöð 2 og þú skalt bara lesa Fréttablaðið.“
Kristján: „En þú segir hérna „fara þægilegar í vasa“. Ertu að gefa í skyn að það sé
hægt að kaupa þá forsvarsmenn Samfylkingarinnar með peningum, eða hvað
ertu að gefa í skyn?“
Davíð Oddsson: „Það eina sem ég segi og ég vek athygli á að það eru ekki margir
stjórnmálamenn aðrir sem hafa staðið uppi í hárinu á þessum öflum hér. Og
það er allt gert til þess að sverta mannorð mitt. Þú sérð hvernig Fréttablaðið
var notað. Þetta liggur allt fyrir. Þannig að ég þarf ekki að sanna neitt í þeim
efnum, þetta liggur bara fyrir.“
Sem sagt: Davíð Oddsson hefur staðið uppi í hárinu á hinum guðlausu
öflum græðginnar og nú vilja þau öfl fá aðra sem fara betur í vasa. Ekki
er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að Ingibörg Sólrún Gísladóttir (og
raunar allir aðrir stjórnmálamenn íslenskir) fari betur í vasa en hann
sjálfur. Stíllinn á ásökunum Davíðs er vissulega sérstakur: settar eru fram
sláandi fullyrðingar en engin röksemdafærsla fylgir. Allt málið er sagt
liggja í augum uppi, og það merkilegasta af öllu er að hann kemst upp
með þetta. Fjölmiðlar landsins eru ekki beisnari en svo að þeir kreíja
Davíð ekki um skýringar og rök, hvað þá að þeir gangi úr skugga um það
TMM 2004 ■ 2
83