Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 86
Birgir Hermannsson
með sjálfstæðum hætti hvort eitthvað sé hæft í ásökunum hans. Hvergi í
nálægum ríkjum myndi forsætisráðherra komast upp með málflutning
af þessu tagi, en það er í sjálfu sér meiri áfellisdómur yfir fjölmiðlum
landsins en Davíð Oddssyni.
IV
Flesta setti hljóða við þessa uppákomu. Morgunblaðið sagði í leiðara
(„Alvarlegar ásakanir“, 4. mars 2003): „Eftir því, sem bezt er vitað, hefur
það ekki gerzt á þeim tæpum hundrað árum, sem liðin eru frá því að ís-
land fékk heimastjórn, að ráðherra í ríkisstjórn íslands hafi skýrt frá því
að slíkt samtal hafi farið fram.“ Blaðið spyr hvort viðskiptalífið hafi farið
úr böndunum og vitnar til átakanna um íslandsbanka og skattrann-
sóknar á Jóni Ólafssyni. „Það er tímabært að Alþingi íslendinga taki
rækilega til hendi og setji viðskiptalífinu það stífan starfsramma, að at-
burðir af þessu tagi geti ekki gerzt."
Ekki er alveg einfalt að skilja hvað blaðið er að fara með orðunum „at-
burðir af þessu tagi“, en þetta er það sem blaðið kemst næst því að taka
afstöðu með Davíð Oddssyni og gegn Hreini Loftssyni. Hvernig er ann-
ars hægt að setja viðskiptalífinu það stífan starfsramma að menn geti
ekki talað saman í hálfkæringi? Þetta er eini leiðari blaðsins um þetta
„einstaka“ samtal í sögu landsins og vekur það upp spurningu um hversu
alvarlega blaðið tók ásakanir Davíðs Oddssonar í raun.
Síðan 4. mars 2003 hefur Morgunblaðið ekki minnst á meintan ásetn-
ing Baugs til að múta Davíð Oddsyni, ef undan er skilin eftirfarandi
klausa í „Reykjavíkurbréfi laugardaginn 29. mars 2003“ þar sem fjallað er
um eignarhald á Fréttablaðinu: „Hins vegar hefur því jafnframt verið
haldið fram, að hverjir svo sem eigendur þess kunni að vera hafi þeir
ákveðið að beita blaðinu gegn Sjálfstæðisflokknum og þá sérstaklega for-
manni Sjálfstæðisflokksins. Hafi sú verið raunin fer tæpast á milli mála,
að dregið hefur úr þeirri viðleitni vikurnar eftir þá nánast kjarnorku-
sprengju, sem varð vegna þeirra ummæla Davíðs Oddssonar fyrir nokkru
að gerð hafi verið tilraun til þess af hálfu forráðamanna Baugs Group að
bera á sig fé.“ (Mbl. 30. mars 2003).
Fyrst lýsti Morgunblaðið málinu sem einstökum atburði en síðan sem
kjarnorkusprengju. Þetta vekur upp spurningu: Hvers vegna fjallaði
Morgunblaðið ekki um málið eftir 4. mars 2003? Enginn fréttaskýring
var skrifuð eða reynt að skýra málið fyrir lesendum, hvað þá heldur leið-
araskrif um þetta einstaka og alvarlega mál. Algjör þögn ríkti. Ritstjóri
Morgunblaðsins hlýtur að átta sig á því að öll skrif blaðsins um sam-
84
TMM 2004 • 2