Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 86
Birgir Hermannsson með sjálfstæðum hætti hvort eitthvað sé hæft í ásökunum hans. Hvergi í nálægum ríkjum myndi forsætisráðherra komast upp með málflutning af þessu tagi, en það er í sjálfu sér meiri áfellisdómur yfir fjölmiðlum landsins en Davíð Oddssyni. IV Flesta setti hljóða við þessa uppákomu. Morgunblaðið sagði í leiðara („Alvarlegar ásakanir“, 4. mars 2003): „Eftir því, sem bezt er vitað, hefur það ekki gerzt á þeim tæpum hundrað árum, sem liðin eru frá því að ís- land fékk heimastjórn, að ráðherra í ríkisstjórn íslands hafi skýrt frá því að slíkt samtal hafi farið fram.“ Blaðið spyr hvort viðskiptalífið hafi farið úr böndunum og vitnar til átakanna um íslandsbanka og skattrann- sóknar á Jóni Ólafssyni. „Það er tímabært að Alþingi íslendinga taki rækilega til hendi og setji viðskiptalífinu það stífan starfsramma, að at- burðir af þessu tagi geti ekki gerzt." Ekki er alveg einfalt að skilja hvað blaðið er að fara með orðunum „at- burðir af þessu tagi“, en þetta er það sem blaðið kemst næst því að taka afstöðu með Davíð Oddssyni og gegn Hreini Loftssyni. Hvernig er ann- ars hægt að setja viðskiptalífinu það stífan starfsramma að menn geti ekki talað saman í hálfkæringi? Þetta er eini leiðari blaðsins um þetta „einstaka“ samtal í sögu landsins og vekur það upp spurningu um hversu alvarlega blaðið tók ásakanir Davíðs Oddssonar í raun. Síðan 4. mars 2003 hefur Morgunblaðið ekki minnst á meintan ásetn- ing Baugs til að múta Davíð Oddsyni, ef undan er skilin eftirfarandi klausa í „Reykjavíkurbréfi laugardaginn 29. mars 2003“ þar sem fjallað er um eignarhald á Fréttablaðinu: „Hins vegar hefur því jafnframt verið haldið fram, að hverjir svo sem eigendur þess kunni að vera hafi þeir ákveðið að beita blaðinu gegn Sjálfstæðisflokknum og þá sérstaklega for- manni Sjálfstæðisflokksins. Hafi sú verið raunin fer tæpast á milli mála, að dregið hefur úr þeirri viðleitni vikurnar eftir þá nánast kjarnorku- sprengju, sem varð vegna þeirra ummæla Davíðs Oddssonar fyrir nokkru að gerð hafi verið tilraun til þess af hálfu forráðamanna Baugs Group að bera á sig fé.“ (Mbl. 30. mars 2003). Fyrst lýsti Morgunblaðið málinu sem einstökum atburði en síðan sem kjarnorkusprengju. Þetta vekur upp spurningu: Hvers vegna fjallaði Morgunblaðið ekki um málið eftir 4. mars 2003? Enginn fréttaskýring var skrifuð eða reynt að skýra málið fyrir lesendum, hvað þá heldur leið- araskrif um þetta einstaka og alvarlega mál. Algjör þögn ríkti. Ritstjóri Morgunblaðsins hlýtur að átta sig á því að öll skrif blaðsins um sam- 84 TMM 2004 • 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.