Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 87
Störa bollan
þjöppun eignarhalds - m.a. á fjölmiðlum - og hringamyndun eru lesin í
ljósi þessarar þagnar og litin hornauga. Hverjum var Morgunblaðið að
þóknast með þessu, Davíð Oddssyni eða lesendum sínum?
Þessi þrúgandi þögn heltók síðan alla fjölmiðla landsins: enginn hafði
dug í sér til að fjalla um málið af viti. Þetta kemur vissulega á óvart:
fréttin er einstök og stór - en málið er aldrei klárað. í þeirri kosningabar-
áttu sem fylgdi var málið heldur ekki rætt heldur létu menn eins og ekk-
ert hefði í skorist. Hannes Hólmsteinn Gissurarson orðaði alvarleika
þessa máls á eftirfarandi hátt:
Þetta er stóralvarlegt mál. Einn ríkasti maður landsins ætlaði að reyna að kaupa
forsætisráðherrann, og þegar það tókst ekki, einsetti hann sér að reyna að koma
honum frá völdum og notar leynt og ljóst til þess auð sinn og áhrif. Þetta er ekki
aðeins aðför að Davíð Oddssyni, heldur að stjórnskipan landsins. („Aðför Ingi-
bjargar og Baugsfeðga að Davíð“, Mbl. 6. mars 2003).
Fyrir nú utan þá merkilegu staðreynd að Hannes Hólmsteinn lýsir hér
mætti auðvaldsins með orðalagi sem vinstri armur Vinstri grænna gæti
verið stoltur af, þá er dramað sett í merkilegt samhengi: aðför auðmanna
að stjórnskipun ríkisins. Af hverju varð þessi aðför ekki að kosningamáli?
Hvers vegna ályktaði ekki Sjálfstæðisflokkurinn um málið? Var ekki mik-
ilvægt að hrinda aðförinni? Hvers vegna skrifaði Morgunblaðið ekki leið-
ara um málið? í stað þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp var komin
kaus Sjálfstæðisflokkurinn að þegja um málið, sem telja verður undarleg
viðbrögð. Hvernig Sjálfstæðisflokkurinn tók á þessu er í engu samræmi
við stóryrðin sem notuð voru þegar ásakanirnar voru kynntar til sög-
unnar.
Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá að jafn eldfimt mál og þetta
hefði hlotið aðra meðferð erlendis. Vikum saman hefðu dagblöð og aðrir
fjölmiðlar velt hverjum steini í lífi Hreins Loftssonar og forystumanna
Baugs - auk þess að grandskoða Davíð Oddsson og hans feril. Frétta-
blaðið og tengsl þess við Baug er efni sem aðrir fjölmiðlar hefðu átt að
sýna meiri áhuga. Hér er af nógu af taka. Af hverju var Hreini Loftssyni
svo brugðið eftir fundinn í London að hann lét gera ráðstafanir innan
fyrirtækisins? Var það ímyndun ein sem réði för, hræðsla án nokkurrar
fýrirliggjandi ástæðu? Hreinn þekkti Davíð, um það verður ekki deilt, og
því vafasamt að hann hafi einfaldlega farið á taugum. Var Hreinn háður
Baugi? Var frásögn Fréttablaðsins af stjórnarfundi Baugs efnislega rétt?
Við þessu fengust engin svör. Andstaða Davíðs við Baug og gagnrýni á
fyrirtækið, m.a. vegna matvælaverðs, átti sér auðvitað forsögu sem vert
hefði verið að gera grein fýrir. En enginn gerði sér far um að rekja þessa
TMM 2004 • 2
85