Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Side 90
Dagný Kristjánsdóttir
Mea culpa, mea maxima culpa ...
Þrjár ævisögur
CONFITEOR. Deo omnipotenti, beatae Mariae semper Virgini, beato Michaeli
Archangelo, beato Ioanni Baptistae, santis Apostolis Petro et Paulo, et omnibus
Sanctis, quia peccavi nimis cogitatione, verbo et opere: mea culpa, mea culpa,
mea maxima culpa.
ÉG JÁTA íyrir Guði almáttugum, heilagri Maríu, ætíð mey, sælum Mikjáli erki-
engli, sælum Jóhannesi skírara, sælum postulum Pétri og Páli og öllum
dýrlingum að ég hef syndgað mjög í hugsunum, orðum og gjörðum: mín sök,
mín sök, mín mikla sök.
íslendingar hafa alltaf verið forvitnir hver um annars hagi. Þetta er stað-
hæfing sem þarfnast ekki rökstuðnings. ísland hefur sömuleiðis alltaf
haft sérstöðu í vanabindandi lestri minningagreina og því að hér hafa alls
ófrægir menn þóst eiga erindi við alþjóð með sögu sinni sem þeir hafa
ýmist skrifað sjálfir eða fengið vin sinn til að skrá. Þó eru forlögin trúlega
hætt að taka slíkar bækur til útgáfu, nú verður sá sem segir sögu sína helst
að vera þekktur fýrir og helst úr Séð og heyrt. Sé hann það hungrar og
þyrstir fólk í að sjá og heyra meira um hann. Þetta gildir ekki bara um ís-
land heldur allan hinn vestræna heim og sýnist sitt hverjum um þessa
þróun.
Sænski fræðimaðurinn Horace Engdahl, sem jafnframt er ritari
sænsku Akademíunnar og hefur þannig afburða yfirsýn yfir heimsbók-
menntirnar, segir að ævisagan sé íhaldssöm, jafnvel afturhaldssöm bók-
menntagrein. Almenningi sé þar boðið upp á gamaldags sagnalist með
söguþræði sem spunninn sé áfram í réttri tímaröð. Hún byggi á gömlum
og þekktum frásagnarmynstrum eða goðsögum og skipi persónum og
boðskap til öndvegis. Ævisagan sé „afturganga skáldsagnahefðar viktor-
íutímabilsins“. Að auki dragi hún alltaf upp fegraðar mannlýsingar,
stækki og ýki það sértæka og einstaklingsbundna og þar sé að finna síð-
ustu leyfar gamaldags upphafinna snillingshugmynda enda eigi ævisagan
rætur að rekja til dýrlingasagna og í þeim sé upphaf hennar.1
Breski fræðimaðurinn Johnny Gratton2 og sænski fræðimaðurinn Lis-
88
TMM 2004 • 2