Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 107
Menningarvettvangurinn kom á næstsíðustu bókmenntahátíð, sællar minningar, og Fimm mílur frá Ytri- Von, ærslafull saga eftir Nicolu Barker, ungan og efnilegan Breta. Svarta línan er helguð verkum sem eru á mörkum tveggja eða fleiri bók- menntagreina, og í henni koma nú tvær innlendar, 39 þrep á leið til glötunar eftir Eirík Guðmundsson, andríkar hugleiðingar um íslenskan veruleika á þessum síðustu og verstu tímum, og Opnun kryppunnar eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur sem vinnur að doktorsritgerð í heimspeki og mannfræði í París. Þeir sem vilja fylgjast með því á hvaða leið íslensk tunga og bókmenntir eru þurfa nauðsynlega að glugga í þessar bækur. Erlenda svarta línan er Mynd af ósýnilegum manni eftir Paul Auster. Hann fjallar þar um föður sinn sem virtist ekki eiga mikla sögu, en ekki er allt sem sýnist. Auk þess gefur Bjartur út hina gríðarvinsælu bók Ég er ekki hrœddur eftir ít- alska rithöfundinn Niccolö Ammaniti. Bókin kom fyrst út í heimalandi höfundar 2001 og hefur verið linnulaust á metsölulistum þar síðan og þýdd á 34 tungumál. Aðdáendur Boris Akúnins geta glaðst yfir því að nú er Vetrardrottningin komin út hjá Máli og menningu, fyrsta sagan í flokki hans um Fandorin ríkisráð í Moskvu í þýðingu Árna Bergmann. Þetta fyrsta mál kom á borð Fandorins þegar hann var tvítugur nýliði í rannsóknarlögregluleik og reyndist ansi snúið, teygir sig um alla Evrópu. Eftir því er verið að gera kvikmynd sem Paul Verhoven stýrir. Þegar Akúnin kom hingað á bókmenntahátíð í fyrra sagðist hann alveg hissa á að íslendingar skyldu fá að gefa Fandorin-bækurnar út án þess að byrja á þeirri fýrstu - en nú er hún sem sagt komin! Og talandi um Rússa þá gefur Mál og menning út bók í vor um þá þjóð og landið sem hún byggir eftir Árna Bergmann. Þar leitast hann við að svara al- gengustu spurningum um sögu, menningu og þjóðarsál Rússa. Vaka-Helgafell gefur út fýrstu ljóðabók Ara Trausta Guðmundssonar, jarð- fræðings og rithöfundar sem fékk Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fýrir smásafnasafnið Vegalínur árið 2002 en er þekktastur fýrir vísindarit sín og alþýðlega vísindaþætti í fjölmiðlum. Ljóðabókin heitir í leiðinni og þar má finna ýmis áleitin yrkisefni sem hann fjallar líka um í smásögum sínum: Reynslu af framandi löndum, mannlíf og náttúru í fjarlægum heimshornum og hér heima; meðal annars er hér þrettán ljóða bálkur um Múlakaffi. Margt eru þetta skyndi- myndir sem njóta sín betur í ljóðum en sögum - enda er eðli ljóðsins alveg sér- stakt og hlutverk þess líka, eins og hann segir í fyrsta ljóðinu: Ljóð eru stysta leið orða að hjarta mannsins. Leitin að orðum er vegurinn en þekking uppskeran. Þess vegna er ég á stöðugu ferðalagi TMM 2004 • 2 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.