Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 109
Menningarvettvangurinn Hildigunnur Rúnarsdóttir er staðartónskáld aðra helgina, 3. og 4. júlí. Kl. 15 þann 3. verður frumflutt tónverk hennar við Maríu vísur Einars Sigurðssonar prests og skálds í Eydölum, en kl. 14 sama dag fjallar Kári Bjarnason um sálma- kveðskap séra Einars. Bernharður Wilkinson stjórnar sönghópnum Hljómeyki, einsöngvurum og hljóðfæraleikurum. Einnig verða tvennir tónleikar þessa helgi með suðrænum barokkhóp sem leikur franska barokktónlist kl. 17 á laugardag- inn og kl. 15 á sunnudag. Kl. 17 á sunnudaginn verða fluttir þættir úr verkum Hildigunnar í messu. Þriðju tónleikahelgina, 10. og 11. júlí, verður minnst þriggja alda ártíðar Heinrichs Ignaz von Bibers og þá er John Taverner staðartónskáld. Pétur Péturs- son talar um tónverk þess síðarnefnda kl. 14 á laugardag og kl. 15 frumflytur Kammerkór Suðurlands kórverk eftir hann undir stjórn Hilmars Arnar Agnars- sonar. Fjórðu tónleikahelgina 24. og 25. júlí verða þau í öndvegi Johann Sebastian Bach og Elín Gunnlaugsdóttir sem talar sjálf um verk sín kl. 14 á laugardag. Camerartica flytur nýjar tónsmíðar hennar kl. 15 ásamt einsöngvurunum Mörtu Halldórsdóttur og Eyjólfi Eyjólfssyni. Það er Bachsveitin í Skálholti sem leikur Brandenborgarkonsert og kantötur eftir Bach kl. 17 á laugardag og kl. 15 á sunnudag. Fimmtu tónleikahelgina og hina viðamestu, 31. júlí, 1. og 2. ágúst, verða fernir tónleikar og messa með þátttöku Bachsveitarinnar, Skálholtskvartettsins og ein- söngvara. Tónlistarhátíðin í Reykholti verður haldin í áttunda skipti dagana 23.-25. júlí 2004 með fernum tónleikum og verða hinir fyrstu föstudagskvöldið 23. júlí ld. 20. Þá verður leikin tónlist eftir Mozart, bæði píanótríó í B-dúr KV 502 og píanó- kvartett í g-moll KV 478. Flytjendur eru Trio Polskie frá Varsjá, Auður Hafsteins- dóttir fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó og Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Á laugardaginn eru söngtónleikar kl 15 með Elínu Ósk Óskarsdóttur sópran og Steinunni Birnu. Þær flytja íslensk lög og norræn og þekktar óperuaríur. Einnig verður frumflutt verk eftir Tryggva Baldvinsson. Þriðju tónleikarnir eru sama kvöld kl. 20 með Trio Polskie sem flytur verk eftir Haydn, Beethoven og Schubert, en á lokatónleikunum á sunnudaginn verður flutt tríó eftir Grieg, kvartett eftir Schumann og frumflutt verk eftir Þórð Magnússon fyrir sópran, píanó og selló við texta eftir Snorra Sturluson. Kammertónlistarhátíðin á Kirkjubœjarklaustri verður helgina 13. til 15. ágúst. Hún hefst kl. 21 að kvöldi föstudagsins 13., aðrir tónleikarnir verða kl. 17 á laug- ardag og hinir síðustu kl. 15 á sunnudag. Flytjendur eru óperusöngkonan Sess- elja Kristjánsdóttir og hljóðfæraleikararnir Pálína Árnadóttir, Þórunn Ósk Mar- ínósdóttir, Sigurgeir Agnarsson, Peter Tomkins, Guðríður Sigurðardóttir og Edda Erlendsdóttir, guðmóðir hátíðarinnar. Meðal þess sem flutt verður eru tvö sönglög op 91 fyrir mezzósópran, víólu og píanó eftir Brahms, ljóðaflokkurinn A Charm of Lullabies eftir Britten, Chants populaires og 2 hebraísk ljóð eftir Ravel, sönglög eftir Pauline Viardot, TMM 2004 • 2 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.