Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 117
Bókmenntir legar - og þess vegna er hann staddur í fæðingarbænum, þangað sem hann ætlaði aldrei að fara aftur. Hann gerir sér grein fyrir því að hann er áhorfandi en ekki þátttakandi í eigin tilveru og að hann hefur ekki afl til þess að breyta því. Ég fer sömu leið til baka. Næstum alltaf fer ég sömu leið til baka. Eiginlega fmnst mér alltaf bara ein leið til baka, hvar sem maður fer, og hitt sé bara blekking. Svo er aftur þetta sem heimspekingar segja, að það sé engin leið til baka, og sá sem komi aftur sé annar en þegar hann fór og það sé eins með staðinn. Ég er ekki heimspekingur. En mér líður stundum eins og persónu úr grískum harmleik. Ekki af því að ég beri svo þungar raunir, heldur finnst mér ég ráða svo litlu um það sem gerist í lífi mínu. (46) Þrátt fyrir háalvarlegar vangaveltur um vilja mannsins er söguhetjan í einsemd sinni og tilvistarkreppu þó fremur tragikómísk en harmræn. Svo einkennilegt sem það kann að virðast þá er Hótelsumar nefnilega bráðfyndin saga. Óvæntar líkingar og sérkennilegar hugdettur mannsins í einsemdinni fá lesanda off til að skella upp úr - og fjandsamlegheit umhverfisins taka líka off á sig kómískar myndir. Gyrðir hefur gert það að sérstakri listgrein í bókum sínum að lýsa önugu af- greiðslufólki (eða dýrum - hver man ekki eftir geðvonda fornsalanum Hildi- brandi í Gangandi íkorna?) og í Hótelsumri nær hann nýjum hæðum í þessari grein. Dauðabeygurinn umtalaði er líka ýktur upp úr öllu valdi - m.a. með nafni drykkjufélagans Kirkjugarðs og sífelldu rölti söguhetjunnar um kirkjugarða, glottandi hauskúpum og líkkistum í hverju horni. Tilfinning fyrir endurtekningunni er sterk og stundum hvarflar jafnvel að manni að hér sé Gyrðir öðrum þræði að skopast að höfundarverki sínu, eða öllu heldur umræðum um það. Hann hefur verið ásakaður um að endurtaka sig í verkum sínum - og í Hótelsumri virðist ekki einungis sú vera raunin, heldur lætur mann ekki í friði sú tilfinning að sögumaður sé staddur í harmleik sem hefur endurtekið sig og er orðinn að farsa samkvæmt lögmálinu. Yfir öllu vakir síðan enn einn kirkjugarðurinn, heimspekingurinn Sören, með sífelldar spurningar sínar um stöðu mannsins í heiminum. Hótelsumar er heillandi blanda af ógn og skemmtun, fýndni og harmi, áhyggjum og kæruleysi. Þeir lesendur sem vilja fá magnaða geðlausn undir lokin verða hins vegar fýrir vonbrigðum. Sagan býr sig undir endurtekningu án lausnar, en eftir lestur hennar stendur sár tilfinning sem stingur á verstu staði - líkt og einsemdin sjálf. Niðurlag - Frumskógar og eyðimerkur ... Söguhetjur verkanna eiga það sameiginlegt að snúa tímabundið á fornar slóðir til að freista þess að ná áttum. Staðirnir, ónafngreindur smábær annars vegar og Hveragerði hins vegar, eru þó engir griðastaðir í hugum þeirra. Kristmann hafði nánast flúið til Hveragerðis tveimur áratugum áður en sagan gerist og búið þar árum saman. Ekki líkaði honum dvölin, enda líkir hann Hveragerði offsinnis við eyðimörk (þar sem hann streittist sjálfur við að rækta blóm) og á einum stað TMM 2004 • 2 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.