Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 117
Bókmenntir
legar - og þess vegna er hann staddur í fæðingarbænum, þangað sem hann
ætlaði aldrei að fara aftur.
Hann gerir sér grein fyrir því að hann er áhorfandi en ekki þátttakandi í eigin
tilveru og að hann hefur ekki afl til þess að breyta því.
Ég fer sömu leið til baka. Næstum alltaf fer ég sömu leið til baka. Eiginlega fmnst mér
alltaf bara ein leið til baka, hvar sem maður fer, og hitt sé bara blekking. Svo er aftur
þetta sem heimspekingar segja, að það sé engin leið til baka, og sá sem komi aftur sé
annar en þegar hann fór og það sé eins með staðinn. Ég er ekki heimspekingur. En mér
líður stundum eins og persónu úr grískum harmleik. Ekki af því að ég beri svo þungar
raunir, heldur finnst mér ég ráða svo litlu um það sem gerist í lífi mínu. (46)
Þrátt fyrir háalvarlegar vangaveltur um vilja mannsins er söguhetjan í einsemd
sinni og tilvistarkreppu þó fremur tragikómísk en harmræn. Svo einkennilegt sem
það kann að virðast þá er Hótelsumar nefnilega bráðfyndin saga. Óvæntar líkingar
og sérkennilegar hugdettur mannsins í einsemdinni fá lesanda off til að skella upp
úr - og fjandsamlegheit umhverfisins taka líka off á sig kómískar myndir.
Gyrðir hefur gert það að sérstakri listgrein í bókum sínum að lýsa önugu af-
greiðslufólki (eða dýrum - hver man ekki eftir geðvonda fornsalanum Hildi-
brandi í Gangandi íkorna?) og í Hótelsumri nær hann nýjum hæðum í þessari
grein. Dauðabeygurinn umtalaði er líka ýktur upp úr öllu valdi - m.a. með nafni
drykkjufélagans Kirkjugarðs og sífelldu rölti söguhetjunnar um kirkjugarða,
glottandi hauskúpum og líkkistum í hverju horni.
Tilfinning fyrir endurtekningunni er sterk og stundum hvarflar jafnvel að
manni að hér sé Gyrðir öðrum þræði að skopast að höfundarverki sínu, eða öllu
heldur umræðum um það. Hann hefur verið ásakaður um að endurtaka sig í
verkum sínum - og í Hótelsumri virðist ekki einungis sú vera raunin, heldur
lætur mann ekki í friði sú tilfinning að sögumaður sé staddur í harmleik sem
hefur endurtekið sig og er orðinn að farsa samkvæmt lögmálinu.
Yfir öllu vakir síðan enn einn kirkjugarðurinn, heimspekingurinn Sören, með
sífelldar spurningar sínar um stöðu mannsins í heiminum.
Hótelsumar er heillandi blanda af ógn og skemmtun, fýndni og harmi,
áhyggjum og kæruleysi. Þeir lesendur sem vilja fá magnaða geðlausn undir lokin
verða hins vegar fýrir vonbrigðum. Sagan býr sig undir endurtekningu án
lausnar, en eftir lestur hennar stendur sár tilfinning sem stingur á verstu staði -
líkt og einsemdin sjálf.
Niðurlag - Frumskógar og eyðimerkur ...
Söguhetjur verkanna eiga það sameiginlegt að snúa tímabundið á fornar slóðir
til að freista þess að ná áttum. Staðirnir, ónafngreindur smábær annars vegar og
Hveragerði hins vegar, eru þó engir griðastaðir í hugum þeirra. Kristmann hafði
nánast flúið til Hveragerðis tveimur áratugum áður en sagan gerist og búið þar
árum saman. Ekki líkaði honum dvölin, enda líkir hann Hveragerði offsinnis við
eyðimörk (þar sem hann streittist sjálfur við að rækta blóm) og á einum stað
TMM 2004 • 2
115