Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 118
Bókmenntir kallar sögumaður Gyrðis smábæinn frumskóg, sem lýtur öðrum lögmálum en borgin. Þar átti hann sína bernsku og hét því að snúa aldrei affur. Þó að útlegð söguhetjanna sé sjálfskipuð standa mennirnir tveir að einhverju leyti fyrir utan samfélagið og þeir hafa báðir komist að þeirri niðurstöðu að til þess að ná áttum sé engin leið nema til baka. Svo enn sé vísað til heimspekingsins Kirkjugarðs er lífið þó ekki vandamál sem maðurinn þarf að leysa heldur raunveruleiki sem hann þarf að upplifa - og frammi fyrir þeim raunveruleika standa sögumenn þessara skáldverka einsemd- arinnar. Katrín Jakobsdóttir: Sveittar löggur með kynlíf á heilanum Ævar Örn Jósepsson: Svartir englar. AJmenna bókafélagið 2003. Svartir englar er önnur glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar en árið 2002 kom út bókin Skítadjobb. Hér er sagt frá sömu persónum og þar voru kynntar til sögu. Aðalpersónurnar eru lögregluþjónarnir Árni og Katrín og Stefán, yfirmaður þeirra. Sagan er sögð í 3. persónu og lesandi fær að sjá inn í huga flestra persóna, en áhersla er lögð á að fylgja þessum þremur persónum eftir. Kona að nafni Birgitta Vésteinsdóttir er horfm og lögreglunni er falið að leita að henni. En ljóst er að einhvers staðar í hinu opinbera kerfi er upplýsingum haldið frá lögreglunni og gátan snýst því ekki aðeins um mannshvarfið heldur um aðra hagsmuni sem óljóst er hverjir eru. Sömu nótt og Birgitta hverfur verður fýrrum elskhugi hennar og vinnuveitandi, athafnamaðurinn Steinar Is- feld Arnarson, fyrir því að einhver skemmir bílinn hans. Ekki er ólíklegt að allir þessir þræðir liggi saman. Aðalpersóna sögunnar er einna helst Árni, sem einnig gegndi aðalhlutverki í Skítadjobbi og á alltaf í vandræðum með sjálfan sig. Hann hugsar mikið um konur og kynlíf og virðist aldrei geta horft á konur öðruvísi þótt hann reyni. Hann hefur áhyggjur af stöðugum hugsunum sínum um kvenfólk sem minna jafnvel á þráhyggju og hugleiðir ólíkar lausnir á vandanum: „Kannski ráð að panta sér tíma hjá sálfræðingi,“ muldraði hann og fíraði upp í fimmtu rettunni, „nú eða ná sér í kvenmann auðvitað ... Andskotansdjöfull!“ (69) Húmor sögunnar snýst einkum um persónu Árna sem er misheppnaður að flestu leyti: „Hann var enn að reyna að venja sig af því að dæma fólk eftir fimm mínútna kynni, aðallega fýrir áeggjan móður sinnar og bræðra sem virtust sam- mála um að þetta væri einn stærsti ljóðurinn á hans ráði — fyrir utan vinguls- háttinn og ístöðuleysið, vel að merkja — en honum sóttist það erfiðlega.“ (93) Lesendur fá iðulega að gægjast inn í huga Árna en hann er um margt óvæginn 116 TMM 2004 • 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.