Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 122
Leiklist sem þar voru að auki - og svo borðsins með uppáhellingunni, án hverrar eng- inn getur haldið sómasamlegan sjálfshjálparfund! Þegar upp er staðið er lokaáfangastaður Draugalestarinnar óljós, enda líklega ekki ætlast til annars. Verkið fellur ekki í þá gryfju að taka saman einhverja heild- arniðurstöðu um örlög þessara manna - enda er það sjálf ferðin sem fjallað er um, fremur en hugsanleg heimkoma. 1 öruggri borg - eða ekki Sama kvöld og kvikmyndagerðin á leikverki Þorvalds Þorsteinssonar, And Björk of course ... var sýnd í sjónvarpinu, var ég svo stödd í Borgarleikhúsinu þar sem ég sá hans ffamlag til og lokaafurð úr Höfundasmiðjunni. Sekt er kennd er ákaflega langt frá því að vera sú þjóðfélagsádeila sem “Björk” reyndi - og tókst að miklu leyti - að vera, nýja verkið er eðli málsins samkvæmt mun minna í sniðum og þó að það sendi glósur í ýmsar áttir, einkum í átt að upplýsinga- og heimildatrú samtímans, er það fyrst og fremst skemmtileg stúdía á því hvernig að því er virðist sakleysis- legar kringumstæður geta umbreyst í eitthvað hættulegt og óviðráðanlegt. Þorvaldur virðist í höfundarverki sínu býsna upptekinn af þeirri hugmynd að manninum sé hvergi óhætt; þannig notar hann í þessu leikriti umgjörð sem við þekkjum flest sem hættulausa og sakleysislega - bókasafn í borgarhverfi - og snýr henni haganlega á rönguna. Þetta val á vettvangi er reyndar ekki jafn lang- sótt og menn myndu ætla og það ber vott um næma sýn Þorvaldar á umhverfi sitt. Sem reglulegur notandi bókasafna kannast ég ágætlega við tilfmninguna sem fylgir því að koma á safnið til að skila bókum og hafa einhvers staðar í frum- stæðari hluta heilans einhverja óljósa sektarkennd yfir því að kannski hafi ég ekki haff allar bækurnar með og eru einhverjar þeirra komnar fram yfir síðasta skiladag? Og hvað gerist þá? Þegar yfirgengilega sjálfsörugg og yfirveguð fréttakona - prestur í musteri upplýsingasamfélagsins - lendir í því að þvælast inn í bókasafn og ákveður að fá sér skírteini leiðir það til yfirheyrslu um hana og hennar lífsviðmið og gildi sem hún er engan veginn tilbúin til að takast á við. í lokuðum heimi safnsins gilda ekki aðeins aðrar reglur en hún á að venjast, það er engu líkara en tíminn standi líka í stað - og fljótlega verður vart við þá kennd að henni sé ekki ætlað að sleppa ósködduð, eða jafnvel lifandi, úr þessum heimi. Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem fréttakonan og Margrét Helga Jóhannsdóttir sem afgreiðslukona á safninu eiga skemmtilegan samleik þar sem valdahlutföllin færast smátt og smátt af höndum fréttakonunnar yfir til afgreiðslukonunnar, og síðar yfirbókavarðarins með mikilmennskubrjálæðið, sem Eggert Þorleifsson leikur af bæði kómískri og ógnvekjandi nákvæmni. Yfir öllu vokir “kerfisfræðingurinn” Hulda, sem sífellt er verið að hóta að “sækja” líkt og um væri að ræða að vekja upp draug eða skrímsli; þegar hún svo birtist í frábærri túlkun og stórkostlegu gervi Ilmar Kristjánsdóttur eru hryllingsáhrifin fúllkomnuð, íklædd æpandi blárri vestis- peysu sem kallar fram í hugann alla skelfilegustu bókasafnsverði barnæskunnar. Með fyllstu virðingu fyrir þeirri ágætu stétt manna og kvenna, að sjálfsögðu. 120 TMM 2004 • 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.