Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Page 123
Leiklist Með mér á sýninguna fór reyndar góð vinkona sem vinnur á bókasafni og skemmti sér sennilega enn betur en ég yfir ádeilunni á kollega sína. Texti Þorvaldar er snilldarlega ísmeygilegur um leið og hann er mjög fyndinn og hryllingsáhrifin ná því að verða meira en bara skopleg, bæði fyrir sakir frá- bærlega fínstilltrar túlkunar leikaranna og vel hannaðrar og lýstrar leikmyndar, þar sem húsgögn og hillur færast á dularfullan hátt til og óraunveruleikatilfinn- ingin eykst jafnt og þétt. Þessu verki tekst því að verða annað og meira en bara fyndin skissa - ónotakenndin sem læðist að áhorfandanum er raunveruleg og áþreifanleg. Sem tæki til að sýna okkur áður þekktar kringumstæður í nýju ljósi er hryllingssagan vandmeðfarið en skilvirkt stílvopn, og bæði Þorvaldur og Stefán Jónsson leikstjóri hafa það fullkomlega á valdi sínu. Áratugaskaup? Ekki einasta eru allir þrír höfundar Höfundarsmiðju Borgarleikhússins karlmenn heldur er viðamesta sýning Þjóðleikhússins í ár sviðsett og samin af karl- mönnum. Leikgerð Baltasars Kormáks á skáldsöguskrímsli Hallgríms Helga- sonar, Þetta er allt að koma, er af allt öðrum toga en tvö áðurnefnd verk að um- gjörð, stærð og efni. Eins og Baltasar hefur áður gert með verk Hallgríms, þegar hann kvikmyndaði 101 Reykjavík, tekst honum prýðilega að draga veigamestu, skemmtilegustu og skörpustu drættina upp úr geysilega orðmörgum og mann- mörgum texta Hallgríms svo að heildarmyndin verður furðulega skýr; að því leyti má teljast þrekvirki að sýningin skuli haldast jafn vel á floti og raun ber vitni. Hitt held ég að hljóti að vera - og merkti það á sumum áhorfenda á sýningunni - að fyrir þeim sem ekki hafa lesið bókina verði sýningin dálítið undarleg samsuða. Sem er kannski óhjákvæmilegt. Hver sá íslendingur sem einhvern tíma hefur lent í því að teljast “ungur og efnilegur” ætti að geta fundið til nokkurrar samkenndar með Ragnheiði Birnu - og þar sem þessi skilgreining hefur oft verið notuð ansi frjálslega ætti það að eiga við um sjötíu prósent þjóðarinnar, lauslega áætlað. Smáþjóðin ísland hefur alla tíð verið þjökuð af þeirri minnimáttarkennd sem birtist í því að við eigum öll að meika'ða. Það er sá kompleks sem Hallgrímur tekur sér til handargagns í háðs- ádeilu sinni, auk þess sem sagan er stórfyndin lýsing á íslensku samfélagi á til- teknu tímabili. Þessa períódutilfmningu nýtir búningahönnuður sér til hins ýtrasta og Helgu I. Stefánsdóttur tekst frábærlega að klæða leikarana í ferming- ardress sjöunda áratugarins, sólarlandaskrúða fýrstu útrásarinnar til Spánar- stranda, hippatísku áttunda áratugarins og herðapúða þess níunda. Sumt af þessum klæðnaði myndi reyndar ekki eiga illa heima í tískubúðum á Laugaveg- inum þessa dagana - og sum húsgögnin sem vöktu hjá manni nostalgíuhroll í loðfóðraðri stílíseringu innan í leikmynd Grétars Reynissonar eru að verða tískuvara á heimilum landsmanna á ný. Það eru reyndar þessi myndrænu áhrif sem verða sterkust allra þegar sýningin er skoðuð sem heild. Leikmyndin er líklega ein sú snjallasta sem ég hef séð á leik- sviði fyrr eða síðar: loðfóðraður og djúpur risavaxinn kassi, eins konar töfra- TMM 2004 • 2 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.