Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Qupperneq 125
M Y N D L I S T Margrét Elísabet Ólafsdóttir Hvers vegna eru engir miklir skjálistamenn á íslandi? Þegar ég settist niður til að skrifa um íslenska vídeólist velti ég því fyrir mér hvort ekki væri nauðsynlegt að byrja á að uppfræða lesendur um sögu vídeólistar, upphaf hennar og þróun. Þannig ættu þeir auðveldara með að átta sig á því hve langan tíma það tók íslenska myndlistarmenn að tileinka sér þennan miðil. Þessi nálgun trufl- aði mig þó dálítið og eftir að ég rakst á ellefu ára gamla grein í Morgunblaðinu eftir Sindra Freysson um vídeólist fannst mér ekki lengur rétt að gera ráð fyrir því að les- endur vissu ekki neitt.1 Grein Sindra birtist í tilefni af sumarsýningu Nýlistasafns- ins árið 1993 þar sem meðal annars voru sýnd vídeóverk eftir íslenska og erlenda myndlistarmenn. Af grein Sindra og gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar2 má ráða að ekki hafi verið algengt að sjá myndbandsverk á myndlistarsýningum á Islandi fýrir áratug. Gagnrýnandinn, Eiríkurn Þorláksson, heldur því til að mynda fram að vídeólistin hafi ekki „enn unnið sér þegnrétt“ í list- heiminum sem er í andstöðu við þá fullyrðingu Woody Vasulka frá árinu áður að miðillinn hafi skotið rótum sínum í Bandaríkjunum um miðjan áttunda áratug- inn.3 Eiríkur leiðréttir sjálfan sig reyndar þegar hann skrifar um sýningu á mynd- bandsverkum Steinu Vasulka á Kjarvalsstöðum þremur árum síðar undir fýrir- sögninni „Stórfengleg myndbönd1? í þeirri umfjöllun enduróma einnig orð Sindra Freyssonar, sem talað hafði um hve merkilegt sé að „Islendingar hafi ekki tekið þessa listgrein upp á sína arma, miðað við ást þeirra á tækni og nýjungum".5 Nú í upphafi 21. aldar er vídeólistin - eða skjálistin eins og hún hefur verið nefnd á íslensku - talin sjálfsagður hluti af myndlistinni og varla í frásögur fær- andi þegar sýnd eru myndbandsverk. Því ætti að vera hægt að gera ráð fýrir því að allavega sýningarstjórar og myndlistarmenn sem eru að fást við vídeó viti ýmislegt um miðilinn og sögu hans. Því virðist þó ekki þannig farið og má ef- laust rekja það til þess að aðeins örfáir sinna skrifum um myndlist hér á landi og enn færri stunda rannsóknir og fræðileg skrif á íslenskri samtímalist. Það eykur líkurnar á því að nýjungar séu lengi að festa sig í sessi. Það getur verið mjög erfítt að skrifa um eitthvað sem er í gerjun, þá er alltaf / hætta á mistökum og hraðri úreldingu. Ég stend sjálf frammi fýrir þessum vanda y í tengslum við eigin rannsóknir á sviði sem enn er í mótun og tekur breytingum frá degi til dags. TMM 2004 • 2 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.