Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Síða 128
Myndlist verkunum var sýnt á íslandi.16 Því má líkja við þær óblíðu móttökur sem ab- straktmálverk Finns Jónssonar frá skólaárunum í Þýskalandi fengu á fýrstu sýningu hans eftir heimkomuna úr námi.17 Á síðari árum hafa þau verk verið sýnd reglulega á yfirlitssýningum Listasafhs fslands þar sem þau njóta þeirrar stöðu að vera fyrstu abstraktverkin í íslenskri myndlistarsögu. Jafnframt er litið á þau sem helsta framlag Finns til þessarar sögu. Örlög Finns ættu að vera áminning til forstöðumanna safnsins sem segja þessa sögu um að hafa augun opin fýrir sögulegum verkum framtíðarinnar. Þeir18 virðast hins vegar hafa talið að það væri ekki hlutverk Listasafnsins að fyigjast með nýrri list. Það sama gildir auðvitað um aðra þá sem vinna að málefnum myndlistar, en Listasafn fsiands liggur vel við höggi vegna stöðu sinnar sem æðsta listastofnun iandsins. Takmarkaður áhugi á vídeólist hefur ekki eingöngu verið bundinn við Lista- safn íslands, en sem dæmi um hve seint safnið tók við sér má nefna að það keypti ekki fýrsta vídeólistaverkið fýrr en aldamótaárið 2000. Þá voru keypt sex verk eftir Magnús Pálsson.19 Núverandi safnstjóri hefur sjálfur nefnt hann ásamt Steinu Va- sulka sem helsta vídeólistamann þjóðarinnar, en safnið á aðeins eitt verk eftir Steinu. Þegar hún var valin fulltrúi fslands á Feneyjatvíæringinn árið f997 í tíð Beru Nordal hafði aðeins eitt verk eftir hana verið sýnt á Listasafninu á norræna tvíæringnum Borealis 620 og ekkert verið keypt. Það gerðist ekki fýrr en safnið eignaðist Mosa Og hraun (2000), sem gert var sérstaklega fýrir Ljósaklif í Hafn- arfirði, eftir að safnið hafði fengið verkið lánað á Corcoran sýninguna í Washing- ton haustið 2001. Vídeóinnsetningin Myndhvörf sem Steina vann fýrir Lista- safnið aldamótaárið var hins vegar ekki keypt. Við vitum flest að Steina er frum- kvöðull, en það virðist vera full ástæða til að minna á að það hefði hún aldrei orðið ef hún hefði ekki haft vit á að flytja til Bandaríkjanna. Þar lenti hún í hring- iðu frjórrar tilraunastarfsemi og fékk tækifæri til að verða stór áhrifavaldur á mótunarárum miðilsins og komast í hóp fremstu vídeólistamanna í heiminum. Það þýðir samt lítið að gagnrýna söfnin fyrir sinnuleysi því staðreyndin er sú að myndlistarmenn höfðu sjálfir almennt lítinn áhuga á myndbandinu á síðari - helmingi níunda áratugar 20. aldar þegar Ásta kom heim frá námi. Áhuginn virð- ist ekki hafa tekið að glæðast fyrr en eftir að Myndlista- og handíðaskólinn ákvað að festa kaup á myndbandsupptökuvél í lok áratugarins. Það segir okkur að að- gangur að viðeigandi tækjum og tólum getur skipt sköpum. Það undirstrikar ár- angur Steinu á alþjóðavettvangi og verkin sem Ásta gerði í fullkomnu myndveri Jan van Eyck akademíunnar en þau gefa auk þess vísbendingu um að skilningur á miðlinum er lykilatriði. Engin góð vídeóverk verða til án hans og skilningurinn verður ekki til nema tækifæri til að vinna með möguleika miðilsins sé fýrir hendi. Myndlist hvers tíma er háð samfélaginu og þróun þess, hvort sem það er í formi stjórnarfars, efnahags, samgangna eða tækninýjunga. Við Islendingar ættum að vera okkur betur meðvitaðir um þetta en aðrir þar sem stutt er síðan við fórum að búa við þau efni og aðstæður sem gerðu einstaklingum kleift að leggja stund á og njóta lista. En ef til vill er það einmitt vegna þess hve listasaga okkar er stutt sem við erum sein að tileinka okkur nýja strauma og stefnur. Vídeó- list var einu sinni framsækin list en það var ekki fyrr en eftir að hún hafði öðlast 126 TMM 2004 • 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.