Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 8
Moldin syngur ekki alltaf bunkanum. Nú yrði hægt að sjá hvernig Ragnheiður kenndi Guðmundi skáldskap- arfræðin og þjálfaði hann upp í það skáld sem hann varð. Tók hún kvæðin hvert fyrir sig og lýsti kosti og lesti á þeim? Eða setti hún honum almennar reglur? Ragnheiður gerði hvorugt. Hún tók við öllum kvæðum sem hann orti um margra ára skeið og varðveitti þau eins og sjáöldur augna sinna, hún þakkaði hon- um innilega fyrir hverja sendingu en gerði engar athugasemdir við stök ljóð. Þess í stað hældi hún honum, vegsamaði ljóðin hans af einlægni og byggði hann þannig upp - enda var það ekki síst sjálfstraust sem hann skorti eins og vel kemur fram í bréfum hans hér á eftir. Sjálf var hún skáld gott og viðbrögð hennar eru á fögru og lifandi máli. Ekki er að efa að þau unnu hvort öðru innilega en þau gæta þess ævin- lega að kalla hvort annað bróður og systur til að slá á hita tilfinninganna. Eftirfar- andi bréfbútur er dæmigerður fyrir umsagnir hennar um sendingar frá honum: Gvendur, þú veist mér þykir vænt um þig, en veistu að ég elska ljóðin þín og að þau eru það eina sem fullnægir mér, af því að ég elska þau ekki í sársauka eins og aðra fegurð, þá fegurð sem ég finn að ég er útrekin frá eða hef aldrei átt hlutdeild í. Ég elska þau eins og sál af minni sál, líf af mínu lífi. Þú skilur mig ekki. Ég veit að þú ert þúsund sinnum meira skáld en ég hefði nokkurntíma getað orðið. En þó finnst mér það vera mínir draumar sem þú hefur íklætt lifandi fegurð, fegurð sem ég finn að ég skil og á eitthvað skylt við. Það er ekki erfitt að ímynda sér fögnuð ungs manns við að fá slíka umsögn frá manneskju sem hann dáir umfram aðrar. Bréfaskipti Guðmundar og Ragnheiðar eru viðameiri en svo að þau verði birt í tímariti í heild. Hér verður valinn einn kafli úr þeim, sá síðasti reyndar (fyrir utan eitt bréf frá hvoru árið 1964), sem hefur líka almennara gildi en aðrir. Á Hvítárbakka var rekinn skóli og þangað réðst til kennslu árið 1927 ungur bók- menntafræðingur sem síðar varð atkvæðamikill bókaútgefandi, Kristinn E. Andr- ésson. Þeim Ragnheiði varð vel til vina og í bréfi frá því í febrúar 1929 játar hún að hafa sýnt Kristni kvæði Guðmundar. Hún var mjög áfram um það á þessum tíma að Guðmundur hætti búskap og léti reyna á hæfileika sína, og eins og kemur fram í bréfunum var einn liður í þeirri tilraun hennar að sýna Kristni ljóðin. Guðmundur brást reiður við, kannski ekki síst af afbrýðisemi út í vinskap Ragnheiðar og Krist- ins, og næstu ár fara á milli þeirra bréf sem oft eru full af sárindum og togstreitu. Hann langar til að ljóðin verði birt en vill það þó ekki - hún biðst afsökunar á að hafa sent þau frá sér en sér þó ekki eftir neinu ... eða eins og hún orðar það: „það er ljóta syndin sem maður óskar ekki eftir að drýgja aftur.“ Þessi bréfaskipti fara hér á eftir en sleppt er úr bréfunum þar sem fjallað er um önnur efni. Eins og les- endur verða varir við hafa bréfritarar stundum hist og talast við augliti til auglitis, einhver bréf kunna að vera týnd og stundum virðist röðin svolítið skrýtin, en kjarn- inn í því sem fer hér á eftir er skýr. Sigrún og Sigríður sem Ragnheiður nefnir í bréfi eru systur hennar. Ljóðið sem Guðmundur vitnar í 29. sept. 1936 heitir „Þar uxu tvö tré“ og birtist í Kyssti mig sól síðar það ár Silja Aðalsteinsdóttir 6 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.