Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 11
Moldin syngur ekki alltaf vinskaparins, eða eins og þögnin á milli þeirra sem vinna saman allan dag- inn án þess að tala saman, og eru allan tímann jafngóðir vinir fyrir því? En þó hef ég oft þurft að tala við þig. Já, þú getur því nærri. Fyrir utan allt sem ég þurfti að þakka þér fyrir - (og það var býsna margt, máttu vita) þá þurfti ég þó að ávíta þig harðlega fyrir að hafa sent svínunum „Nú er hún átján ára“, Ragni mín, ég er grátlega hlessa. Þetta var kvæði um kærustuna mína, manneskja. Sástu það ekki? Og það ekki eldra en nokkurra daga þegar þú fékkst það í hendur. Svo skyldi það koma í ein- hverju tímaritinu. Þá segja bölvaðir strákarnir sín á milli, og gæta þess að ég heyri það undir væng: Þetta gerði Gvendur á Kirkjubóli um Ingu litlu í Hvammi í fyrra - ha ha ha ha ha - og sendi það spenvolgt í prent- smiðjuna ha ha ha. - Eða þá blessað barnið sem hélt að enginn í öllum heiminum ætti þetta kvæði nema hún. Ó, Ragni mín, að ég skuli vera að jagast í þér um þetta smaatteri - þar sem líka að samviskan var búin að slá þig fyrir þetta, og þú búin (í litlu indælu bréfi sem ég þakka þér fyrir) að afsaka þig. [...] Ragni. Að þú skyldir geta látið kvæðin mín frá þér. Ég meina ekki þín vegna. Heldur vegna drengsins þíns. Héðan í frá þorir hann aldrei að senda þér kvæði sem ekki mega allir sjá. - Nei, systir mín, að ég skuli láta eins og hysteriskur asni. Að ég skuli segja þetta og þekkja þig þó. Fyrirgefðu, fyrirgefðu. - En ég á svo bágt með að horfa á fólk lesa kvæði eftir mig. Það ýmist glottir eða slettir í góm. Þú getur auðvitað ekki skil- ið hvað það er mér mikill „torture“ slíkt og þvílíkt, en ég verð þá svo hræðilega hræðilega lítill. Og það er það sem fólkið hefur gaman af. Og þrátt fyrir allt þetta las [ég] upp eftir mig tvö kvæði á kaupakonuskrall- inu í sumar, og varð svo þar á eftir við beiðni Magnúsar Ásgeirssonar um að fá að sjá eftir mig fleiri kvæði, og svo sendi ég erfiljóð eftir mig til birtingar í Lögréttu. — Nei það er ekkert mark á mér takandi. Fyrir- gefðu fyrirgefðu. - Ég er ógurlega viljaveik sál. Það er það eina sem ég veit. Seinna í vetur ætla ég að skrifa þér aftur. Guðs friði þangað til og gleðileg jól elsku systir mín. Þinn Guðm. Böðvarss. Hvítárbakka á þrettándadag jóla 1930 Elsku drengur minn! Það er satt, það er undarlegt að ég skuli ekki hafa skrifað þér í allt haust og allan þennan langa, langa vetur. En það er ekki fyrning vin- áttunnar. Hversvegna skyldi ég þá tala við þig á hverjum degi og hverri nóttu og leita ráða hjá þér og ráðleggja þér, grátbæna þig um þetta og TMM 2005 • 3 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.