Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 13
Moldin syngur ekki alltaf Það er annars verst að ég skuli ekki geta skrifað þér neitt. En það er alveg ómögulegt. Þú verður að fyrirgefa það góða Ragni mín. Mér er kalt, og ég er syfjaður. Svo er ég heimskur og handlama. Klukkan er 12. Ég er búinn að vera í tvo tíma að skrifa þetta bréf. Bréfaskriftir eru held- ur leiðinlegur og ófrjór iðnaður. En hvað þú varst alltaf góð Ragni, og full af skilningi og samúð. - Nú er bara leiðinlegt að ég skuli vera orðinn fullorðinn maður. Ég legg ekki upp með aðra örk. Það þýðir ekkert. Vertu marg-marg-marg blessuð Ragni mín góð. Guðm. Böðvarss. Hvítárbakka á skírdag 1930 Elsku drengur minn! Ég hef brotið af mér traust þitt. Það er alveg eins og það hlaut að verða. Ég hef ekki verið vinur neins svo að ég hafi ekki brugðist honum þegar mestu varðaði. En þig ætlaði ég ekki að meiða. Þig? Ég hef aldrei ætlað að meiða neinn. Og þó verður það svona. Mér var þetta mátulegt. Ég þóttist vera að berjast um sál þína, en ef til vill var ég að berjast um mína eigin fordild. Ljóðin þín eru partur af lífi mínu, þau eru eins og englar sem bregða birtu yfir hvern einasta grá- an dag, söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn. Hvað vildi ég vera að gefa öðrum hlutdeild í þeim. Öðrum óviðkomandi. Æ en það var þetta: Mér fannst hellirinn standa annarsvegar og vilja gleypa þig, grýlukerti ofan úr loftinu urðu eins og hræðilegar tennur og ég sá ekki nema myrkrið fyrir innan. Hinsvegar rann lífið framhjá eins og gullinn straumur. Hvers vegna vildi ég taka ráðin af þér. Harpan getur hljómað allra dýrlegast innan úr hellisdjúpinu. Og þó. Moldin angar ekki alltaf, hún syngur ekki alltaf. Þjónn moldarinnar missir stundum sjónar á fjöllunum af því hann þarf að einblína á grösin. Missir stundum sjónar á himninum. Hver er ég að ég vilji ráða öðrum. Fyrirgefðu mér. Það er það eina sem ég vildi sagt hafa. Fyrirgefðu mér. Sennilega getur þú ennþá, ef þú vilt, komið í veg fyrir að kvæðin birtist, með því að skrifa ritstjóra Eimreiðarinnar, því að kvæðin komu ekki í síðasta hefti. Ég man ekki með vissu hver þau voru sem Kristinn fór með, en alveg áreiðanlegt að það var ekki „Fyrsti kapituli“. Aftur á móti „Nú er hún átján ára“, „Frændi“, „Aftansólin eldi steypir", ég held „Rauða húsið“ og „Hesturinn minn brúni“ og nokkur fleiri. Svo ekki meira. Reyndu að fyrirgefa mér og snúðu ekki alveg við mér bakinu. Mér þykir svo vænt um þig, því þú ert bróðir minn. Þú ert ekki gestur í lífi mínu, nei. Þú ert förunautur minn þó við sæjumst aldrei TMM 2005 • 3 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.