Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 14
Moldin syngur ekki alltaf framar, töluðumst aldrei við og skrifuðumst aldrei á. Ég veit það. Þess vegna er svo þungbært ef þú ert reiður við mig. Því að sú reiði yfirgefur mig ekki. Hún fylgir mér, eins og vinátta þín hefur fylgt mér við hvert fótmál. Þó að ár líði á milli þess að við kölluðumst á - því að hún er innra með sjálfri mér. Guðs friði. R. Næsta bréf er krifað á mjóan rifinn blaðhelming: Heima 20. apríl 1930 Elsku Ragni - Fyrirgefðu mér alla mína duttlunga. Nei ég ætla ekki að hætta að senda þér kvæðin mín, eða að hætta að treysta þér. En nú má ég ekki vera að skrifa, einhverntíma seinna einhverntíma seinna. Hjartans þökk fyrir bréfið þitt. Guð blessi þig GB Þetta sem fylgir skrifaði ég fyrir löngu í sárri iðrun hjarta míns. Kirkjubóli 13. júní 1930 Ragni mín góð. Ég hef skrifað þér vond bréf og ljót. Fyrirgefðu það. En þú mátt ekki ímynda þér að þú hafir brugðist trausti mínu, - nei, það er nú eitthvað annað. En ég hef brugðist trausti þínu. Ég finn það. Berðu ekki á móti því. - En, sjáðu til. Hvað í ósköpunum gat ég gert? Átti ég að fara að auglýsa mig sem skáld, ég sem aðeins hef ort nokkur vesæl smákvæði. Átti ég að fara að ganga þá braut, og snúa baki við öllu hvers- dagslífi? Átti ég að gera það og segja við fólkið: ég þekki verðleika mína. - Góða Ragni mín, það var alveg ómögulegt af því að ég hafði ekkert í það - þú hlýtur að sjá það. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að verst af öllu væri þó það að ég skyldi verða til þess að baka þér sorg og vonbrigði með þessu getuleysi mínu, en hinsvegar hef ég aldrei getað skilið í á hverju þú hefur getað byggt þessar vonir um mig. Hlustaðu nú á mig. Þú hefur sent Eimreiðinni úrval af kvæðunum mínum. - Að líkindum hefur ritstjórinn litið svo á að mig langaði út af lífinu til þess að sjá mig á prenti. - Hann lofaði - eftir því sem Kristinn segir mér - að birta eitthvað af þeim, en hann hefur áreiðanlega ekki fundið neitt sérstakt við þau (og það get ég ómögulega láð manninum) því nú fyrst í öðru hefti árgangsins 1930 birtir hann eitt þeirra, með örsmáu letri, prentað neðst á síðu, þar sem það tók ekki rúm frá neinu öðru. - Sjálfur hef ég sent einu vikublaði ein erfiljóð eftir mig. Mér fundust þau með því skárra sem ég hafði gert. Þó leit ritstjórinn svo á 12 TMM 2005 ■ 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.