Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 14
Moldin syngur ekki alltaf
framar, töluðumst aldrei við og skrifuðumst aldrei á. Ég veit það. Þess
vegna er svo þungbært ef þú ert reiður við mig. Því að sú reiði yfirgefur
mig ekki. Hún fylgir mér, eins og vinátta þín hefur fylgt mér við hvert
fótmál. Þó að ár líði á milli þess að við kölluðumst á - því að hún er
innra með sjálfri mér. Guðs friði. R.
Næsta bréf er krifað á mjóan rifinn blaðhelming:
Heima 20. apríl 1930
Elsku Ragni - Fyrirgefðu mér alla mína duttlunga. Nei ég ætla ekki að
hætta að senda þér kvæðin mín, eða að hætta að treysta þér. En nú má ég
ekki vera að skrifa, einhverntíma seinna einhverntíma seinna. Hjartans
þökk fyrir bréfið þitt.
Guð blessi þig
GB
Þetta sem fylgir skrifaði ég fyrir löngu í sárri iðrun hjarta míns.
Kirkjubóli 13. júní 1930
Ragni mín góð. Ég hef skrifað þér vond bréf og ljót. Fyrirgefðu það. En
þú mátt ekki ímynda þér að þú hafir brugðist trausti mínu, - nei, það er
nú eitthvað annað. En ég hef brugðist trausti þínu. Ég finn það. Berðu
ekki á móti því. - En, sjáðu til. Hvað í ósköpunum gat ég gert? Átti ég
að fara að auglýsa mig sem skáld, ég sem aðeins hef ort nokkur vesæl
smákvæði. Átti ég að fara að ganga þá braut, og snúa baki við öllu hvers-
dagslífi? Átti ég að gera það og segja við fólkið: ég þekki verðleika mína.
- Góða Ragni mín, það var alveg ómögulegt af því að ég hafði ekkert í
það - þú hlýtur að sjá það.
Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að verst af öllu væri þó það að ég
skyldi verða til þess að baka þér sorg og vonbrigði með þessu getuleysi
mínu, en hinsvegar hef ég aldrei getað skilið í á hverju þú hefur getað
byggt þessar vonir um mig.
Hlustaðu nú á mig. Þú hefur sent Eimreiðinni úrval af kvæðunum
mínum. - Að líkindum hefur ritstjórinn litið svo á að mig langaði út af
lífinu til þess að sjá mig á prenti. - Hann lofaði - eftir því sem Kristinn
segir mér - að birta eitthvað af þeim, en hann hefur áreiðanlega ekki
fundið neitt sérstakt við þau (og það get ég ómögulega láð manninum)
því nú fyrst í öðru hefti árgangsins 1930 birtir hann eitt þeirra, með
örsmáu letri, prentað neðst á síðu, þar sem það tók ekki rúm frá neinu
öðru. - Sjálfur hef ég sent einu vikublaði ein erfiljóð eftir mig. Mér
fundust þau með því skárra sem ég hafði gert. Þó leit ritstjórinn svo á
12
TMM 2005 ■ 3